Síðasta vetur var starfandi umhverfishópur Heillaspora sem m.a. gerði tillögur að merkingum í skólanum. Nú hefur hópurinn kynnt heiti innganga í skólann og sett upp merkingar við hvern inngang.
Aðalinngangurinn er nefndur Múli, inngangur á mið- og elsta stig heitir Hnúta og á yngsta stigi er Grund. Heitin eru örnefni úr sveitarfélaginu og það er von okkar, sem störfum í skólanum, að smám saman festist þessi heiti við inngangana og verði okkur töm.
Skólastarf í Egilsstaðaskóla hefst formlega með samstarfs- / nemendaviðtölum föstudaginn 22. ágúst. Foreldrar & forsjáraðilar hafa fengið upplýsingar um viðtölin í tölvupósti og opið er fyrir bókanir (sjá upplýsingar í tölvupósti). Nemendur og foreldrar & forsjáraðilar mæta í skólann á settum tíma og ræða við umsjónarkennara. Kennsla hefst skv. stundaskrá mánudaginn 25. ágúst kl. 8.50.
Starfsfólk Egilsstaðaskóla situr tvö endurmenntunarnámskeið 13. og 14. ágúst. Í dag, miðvikudaginn 13. ágúst, er fjallað um sterka hópa undir leiðsögn Vöndu Sigurgeirsdóttur lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Vanda rekur ráðgjafafyrirtækið KVAN sem hefur sérhæft sig ráðgjöf fyrir einstaklinga, skóla og fyrirtæki. Hún hefur unnið með starfsfólki skólans í verkefnum sem tengjast sérstökum árgöngum og haldið námskeið um verkfærakistu grunnskólakennara.
Fimmtudaginn 14. ágúst er framhaldsnámskeið í tengslum við innleiðingu Heillaspora. Þá verður Íris D. Hugrúnardóttir Marteinsdóttir sérfræðingur Heillaspora hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu með starfsmannahópnum.
Fyrsti starfsdagur skólaársins er föstudaginn 15. ágúst en þá hefst formlegur undirbúningur skólastarfsins. Kennarar munu boða alla foreldra & forsjáraðila í viðtöl með börnum sínum föstudaginn 22. ágúst en bókanir fara fram í gegnum Mentor.
Hægt er að hafa samband við skrifstofu skólans eða stjórnendur ef óskað er eftir frekari upplýsingum.