Skólahald-óveður

Þegar óveður er hamlandi, t.d. vegna snjókomu og / eða vinds sem valda ófærð,  getur komið til þess að skólahald sé fellt niður. Það gerist þó mjög sjaldan. Skólahald er með eðlilegum hætti nema annað sé auglýst og þá eru upplýsingar sendar út eins fljótt að morgni og mögulegt er.

Foreldrar meta sjálfir hvort þeir treysta börnum sínum til að sækja skóla vegna veðurs/færðar og eru beðnir að láta skólann vita ef þau koma ekki. Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8:00 – 16:00 alla daga.