Ávextir og grænmeti í morgunfrímínútum
Boðið er upp á ávexti/grænmeti í nestistímum/frímínútum á morgnana. Ávaxtagjald á mánuði er kr. 1.165. Innheimt verður með greiðsluseðli frá Múlaþingi. Þeir nemendur sem ekki vilja kaupa ávexti geta komið með sitt nesti að heiman.
Hádegisverður
Öllum börnum gefst kostur á gjaldfrjálsum skólamáltíðum. Matseðillinn er birtur á heimasíðu skólans. Nemendur 1. - 10. bekkjar borða á sal í Egilsstaðaskóla.
Stefna mötuneytis Egilsstaðaskóla:
Matseðill er settir upp samkvæmt leiðbeiningum Embættis landslæknis á næringarþörf barna.
- Framleitt er fjölbreytt fæða til að börn fái þau næringarefni sem þörf er á og eru þau hvött til að smakka allt það sem í boði er.
- Salt og sykurmagni er haldið í lágmarki
- Boðið er uppá grænmeti í öllum máltíðum annað hvort soðið eða ferskt.
- Yfirleitt er ekki boðið upp á unnar kjötvörur (kjötfars, nagga og þess háttar )
- Ekki er boðið upp á sætar kökur og kex og majones er aldrei notað.
- Uppistaðan í köldum sósum er sýrður rjómi og súrmjólk. Í heitum sósum er ekki notað hveiti.
Vakin er athygli á að skólinn er hnetulaus vegna bráðaofnæmis.
Starfsmenn mötuneytisins eru:
Síminn í mötuneytinu 470 0619