- Skólinn
- Frístund
- Fyrirspurnir
- Mötuneytið
- Skólareglur
- Starfsfólk
- Viðburðadagatal
- Skólanámskrá
- Skipurit
- Mat á skólastarfi
- Skólaráð Egilsstaðskóla
- Skólasöngur
- Skólaakstur
- Nám & kennsla
- Foreldrar
- Nemendur
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Heimili og skóli
Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald.
Skólastjóri hefur forgöngu um stofnun skólaráðs. Hann situr í skólaráði og stýrir starfi þess. Auk skólastjóra sitja í skólaráði tveir fulltrúar foreldra, tveir fulltrúar kennara, einn fulltrúi annars starfsfólks skólans, tveir fulltrúar nemenda og einn fulltrúi grenndarsamfélags eða viðbótarfulltrúi úr hópi foreldra valinn af öðrum fulltrúum skólaráðs. Staðgengill skólastjóra stýrir skólaráði í forföllum skólastjóra.
Kjör fulltrúa almennra starfsmanna og kennara í skólaráði fer fram á starfsmannafundi í byrjun skólaárs annað hvert ár. Fulltrúar eru kosnir til tveggja ára í senn. Fulltrúar nemenda eru úr hópi nemenda í 9. og 10. bekk. Fulltrúar nemenda sitja í nemendaráði skólans og eru tengiliður skólaráðs við það. Á öllum fundum skólaráðs er liður sem heitir frá nemendum. Þar segja nemendur frá því sem er efst á baugi hjá þeim og bera upp mál frá nemendum.
Hægt er að senda erindi inn fyrir skólaráð á netfangið skolarad.egilsstadir@mulathing.is
Fundað er þrisvar til fjórum sinnum á skólaárinu. Skólaráð skal að auki halda einn opinn fund á skólaárinu. Skólastjóri setur saman dagskrá og boðar skólaráðsfundi. Einn af skólaráðsmönnum sjá um að rita fundargerðir, sem birtar eru á heimasíðu skólans.
Skólastjóri: Viðar Jónsson
Fulltrúar foreldra: Borgþór Geirsson, Heiður Vigfúsdóttir, Kolbjörg Lilja Benediktsdóttir
Fulltrúi kennara: Hlín Stefánsdóttir (til vors 2025), Kristín Hlíðkvist Skúladóttir (til vors 2025)
Fulltrúi almennra starfsmanna: Stefanía Magnúsdóttir (til vors 2025). Til vara: Jóhanna Jörgensdóttir
Fulltrúar nemenda: Rakel Wium (9.bekk) og Sólgerður Vala (10.bekk). Til vala: Gígja Rún (9. bekk og Móeiður Mist (10.bekk)
Fulltrúi grenndarsamfélags: Lísa Leifsdóttir
Starfsáætlun skólaráðs 2024 - 2025
Skólaárið 2024-2025 verða fjórir fundir í skólaráði og þar af einn opinn fundur. Taka þarf ákvörðun um hvaða fundur á að vera opinn. Skólastjóri boðar til fundar með að minnsta kosti viku fyrirvara með dagskrá. Fundargerðir skulu ritaðar og liggja fram í skólanum og á heimasíðu skólans.
Meðal umfjöllunarefnis skólaráðs:
Skólaráð fjallar ekki um málefni einstakra nemenda, foreldra eða starfsfólks skóla.
Áætlaðir fundir skólaráðs:
Bæklingur, skólaráð frá Umboðsmanni barna
2024 - 2025
Fundargerð skólaráðs 9. október 2024
Fundur skólaráðs 27. nóvember 2024
2022 - 2023
2021-2022
2020-2021
2019-2020