Nemendaráð 2024 - 2025
Formaður: Agla Eik Frostadóttir
8. bekkur
Anja Rakel
Bára María
Erika Rún
Eva Sólgerður
9. bekkur
Anna Ragnhildur
Bryndís Hekla
Emma Ástrós
Gígja
Hlíf Bryndís
Rakel Wium
Sólveig Ása
10. bekkur
Ágústa
Bríet Krista
Hanna Sólveig
Móeiður Mist
Sólgerður
Starfsreglur nemendaráðs Egilsstaðaskóla
- Í nemendarráði sitja fulltrúar nemenda í þremur elstu árgöngum skólans, fjórir úr hverjum árgangi, tvær stúlka og tveir drengur. Auk þess situr formaður nemendaráðs í nemendaráði.
- Nemendaráð fjallar um efni sem tengjast félagsstarfi nemenda, ráðið hefur umsjón með ákveðnum hefðum í skólastarfi og leitar leiða til þess að styðja við jákvæðan skólabrag og virkja aðra nemendur. Nemendaráð er skólastjórn til ráðgjafar um ýmis mál er snerta nemendahópinn sem heild.
- Fulltrúar í nemendaráði geta tekið upp mál á fundum að eigin frumkvæði og einnig sem fulltrúar nemenda.
- Nemendaráð er valið að hausti. Allir nemendur í 8.-10.bekk geta boðið sig fram og dregið er á milli frambjóðenda. Dregið er milli drengja og stúkna í sitt hvoru lagi þannig að tveir drengur og tvær stúlka eru fulltrúar úr hverjum árgangi.
- Formaður nemendaráðs er valinn sérstaklega. Nemendur í 10.bekk hafa tækifæri til þess að bjóða sig fram til formanns og skal kosið ef tveir eða fleiri bjóða sig fram. Frambjóðendur hafa tækifæri til þess að kynna sig. Kosningarétt hafa allir nemendur í 8. - 10.bekk
- Aðstoðarskólastjóri / deildarstjóri elsta stigs starfar með nemendaráði og sér um að boða fundi. Skólastjóri starfar með ráðinu að ákveðnum málum.
- Nemendaráð fundar aðra hverja viku á miðvikudögum. Einu sinni á skólaárinu fundar nemendaráðið og/eða formaður nemendaráðs með skólaráði skólans.
Reglur nemendafélagsins Egilsstaðaskóla
- Nemendafélag Egilsstaðaskóla er félag allra nemenda skólans.
- Kosið er í stjórn nemendafélagsins að hausti. Kosnir eru tveir nemendur úr hverjum árgangi 8., 9. og 10.bekkjar. Stjórn nemendafélagsins skal starfa fram að kosningu næstu stjórnar og ljúka störfum á sameiginlegum fundi fráfarandi stjórnar og þeirrar sem tekur við. Þar fara stjórnirnar yfir það sem var gert og hvernig til tókst.
- Formannskosning. Allir nemendur skólans í 8. – 10.bekk geta boðið sig fram í formannsembætti nemendafélagsins. Þeir sem bjóða sig fram fá tækifæri til að kynna sig og stefnu sína á fundi á sal skólans í skólabyrjun. Kosning fer fram í kjölfar fundarins. Ef formaður er kosinn án þess að vera í nemendaráði skal hann koma inn í nemendaráð og starfa sem slíkur auk formannsstarfans.
- Stjórn nemendafélagsins skal árlega standa fyrir þorrablóti, náttfatapartýi og ferðalagi nemenda. Einnig skal stjórnin leitast eftir að færa gleði og ánægju inn í skólalíf nemenda með ýmsum uppákomum á skólaárinu. Á vordögum skal nemendafélagið sjá til þess að 7.bekkur fái að njóta samvista með nemendum 8. og 9. bekkjar í einhvers konar uppákomu og skulu þau boðin velkomin í eldri deildir á eftirminnilegan hátt.
- Stjórn nemendafélagsins ber ábyrgð á því að fram fari öflugt félagslíf innan skólans og vinnur að því með fulltrúa starfsmanna sem er tengiliður nemendafélagsins við stjórnendur og aðra starfsmenn skólans.
- Stjórn nemendafélagsins lætur sig varða allt það sem getur stuðlað að aukinni félagslegri þátttöku nemenda og kemur að því með virkum hætti þannig að koma megi því svo fyrir að nemendafélagið njóti góðs af. Nemendafélagið gerir einnig allt það sem það getur til að koma í veg fyrir að félagslíf nemenda skerðist á einn eða annan hátt vegna utanaðkomandi áhrifa.
- Nemendafélagið skal reyna að virkja alla þá nemendur sem vilja taka þátt í einhverju sem nemendaráð getur staðið fyrir. Í þeim tilgangi skal nemendaráð bjóða að hausti upp á starfsemi klúbba og standa fyrir kosningu formanna klúbbanna. Klúbbastarfsemin er undir nemendaráði og geta klúbbar sótt um fjárstuðning til nemendaráðs. Nemendaráð skal standa að könnun á meðal nemenda um það hvernig klúbbar skuli starfa. Klúbbarnir eru að jafnaði opnir öllum nemendum skólans.
- Nemendaráð fundar tvisvar á ári með kennara- og foreldraráði skólans. Skólastjórnendur geta leitað eftir umsögn nemendaráðs um málefni er varða nemendur skólans.