Virkt þróunarstarf

Markmið: Að stuðla að fagmennsku og fjölbreyttum kennsluháttum.

Ígrundun á skólastarfi og endurskoðun á fyrirkomulagi og aðferðum er hluti af virkri skólaþróun. Skólinn tekur virkan þátt í þróunarverkefnum sem snúa að innleiðingu á nýjum kennsluháttum og samstarfsverkefnum innanlands og utan. Má þar nefna innleiðingu Byrjendalæsis, leiðsagnarnáms og uppeldisstefnunnar Uppeldi til ábyrgðar. 

Á hverjum vetri starfa þróunarhópar sem vinna með helstu áherslur í skólastarfinu. Meðfylgjandi er yfirlit yfir starf þróunarhópa skólaárið 2023 - 2024.

Skólaárið 2023 – 2024 störfuðu nokkrir þróunarhópar og meðfylgjandi er yfirlit yfir helstu viðfangsefni þeirra.

Þróunarhópur

Helstu verkefni í vetur

Næstu skref

Uppeldi til ábyrgðar

Fylgt eftir innleiðingu Uppeldis til ábyrgðar. Kynnt verkefni sem unnin eru sem hluti af innleiðingunni s.s. gerð bekkjarsáttmála, áherslu á að skilgreina hlutverk aðila o.fl.

Kynna hugmyndafræðina betur fyrir foreldrum. Gera UTÁ sýnilegra í skólastarfinu.

Leiðsagnarnám

Styður við innleiðingu leiðsagnarnáms í skólastarfinu. Rýnt í hugmyndafræði leiðsagnarnáms og leitað leiða til að virkja kennara í að nýta sér verkefni LN. Tengiliðir við HA.

Leggja áherslu á markmiðssetningu og áætlanagerð. Kynna hvernig er unnið með námsfélaga. Foreldrar virkjaðir með því að veita þeim leiðbeiningar og bjargráð.

Matshópur

Rýnir niðurstöður kannana, kynnir niðurstöður fyrir aðilum í skólasamfélaginu, gerir drög að úrbótaáætlun.

Kynna nemendum og foreldrum niðurstöður matsskýrslu. Setja upplýsingar á heimasíðu. Vinna úrbótaáætlun.

Heilsueflandi skóli

Rýnir stöðu skólans í verkefninu Heilsueflandi skóli og gerir tillögur að næstu skrefum

Meta stöðu skólans í verkefninu og ákveða hvort er ætlunin að halda þátttöku áfram. Skýra verkefni hópsins og tilgang.

Læsishópur

Rýnir læsistefnu sem er í gildi og metur þörf á endurskoðun hennar. Skoðaðar leiðir til að efla lestrarfærni. Kynnir hugmyndir og leiðir fyrir öðrum kennurum.

Hvernig má nýta niðurstöður skimana betur. Ljúka endurskoðun á læsisstefnu og kynna hana fyrir öllum kennurum

Íslenska - samfella

Skoðar og gerir áætlun um uppbyggingu íslenskunáms og samfellu milli stiga. Horft til þess hvernig færni er uppbyggð milli stiga. Skoðuð hæfniviðmið sem voru valin í skólanámskrá og íhugað hvort þarf að endurskoða.

Hópurinn kallaði eftir upplýsingum frá kennurum um hvað er kennt í hverjum árgangi. Þarf að vinna úr þeim upplýsingum og setja saman áætlun. Endurskoða hvaða hæfniviðmið eru í skólanámskrá.

Stærðfræði - samfella

Skoðar og gerir áætlun um uppbyggingu stærðfræði og samfellu milli stiga. Horft til þess hvernig færni er uppbyggð milli stiga. Rýnt í hæfniviðmið sem voru valin í skólanámskrá og íhugað hvort þarf að endurskoða.

Vinna áfram með það sem hópurinn fjallaði um. Það felur í sér að miðla til kennara á öllum stigum umræðunni um kennsluhætti, kennslugögn, samfellu, matskvarða og hvernig hægt er að koma til móts við nemendur með mismunandi þarfir og getu.

Skóli fyrir alla

Skoði leiðir til að gera skólaumhverfið meira örvandi og laga það að þörfum nemenda.

Hópurinn hefur gert tillögu að því að verði sett upp skynörvunarrými og sömuleiðis útrásarherbergi. Þarf að vinna áfram. Auka fræðslu til starfsfólks og nemenda. Kanna möguleika á að fá fyrirlesara til að fjalla um efnið.

Þemaverkefni – samvinna list- og verkgreinakennara og árgangakennara.

Taka saman upplýsingar um þverfagleg verkefni sem eru unnin. Hefur frumkvæði að samvinnu við árgangateymi um slík verkefni. Sér um „dýragarðinn“.

Kynna fyrir þeim sem koma að árgöngum þar sem unnið er með þverfagleg verkefni.Tryggja að upplýsingar fari á milli árganga.