Tónlistarskóli

Tónlistarskólinn á Egilsstöðum flutti í húsnæði innan skólans haustið 2012. Samstarf við tónlistarskólann er af ýmsum toga. Flestir nemendur í hljóðfæranámi sækja tónlistartíma á skólatíma. Samstarf er við tónlistarskólann í tengslum við tónlistarsflutning við ýmis tækifæri s.s. á árshátíðum, skólaslitum, skólasetningu og fleira. Einnig hefur tónlistarskólinn staðið fyrir skólatónleikum, þar sem nemendur tónlistarskólans flytja tónlist á sal fyrir nemendur. Nemendur á unglingastigi sem stunda nám í tónlistarskólanum geta fengið nám sitt þar viðurkennt sem hluta af vali.

Upplýsingar um Tónlistarskólann á Egilsstöðum er að finna á heimasíðu hans: 

https://tonegilsstodum.fljotsdalsherad.is/is/forsida