- Skólinn
- Frístund
- Fyrirspurnir
- Mötuneytið
- Skólareglur
- Starfsfólk
- Viðburðadagatal
- Skólanámskrá
- Skipurit
- Mat á skólastarfi
- Skólaráð Egilsstaðskóla
- Skólasöngur
- Skólaakstur
- Nám & kennsla
- Foreldrar
- Nemendur
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
Austurlandslíkanið eða ALL er þverfaglegt samstarfs félagsþjónustu, heilsugæslu og skóla á Austurlandi. Verkefnið er að sænskri fyrirmynd og hófst vinna við innleiðingu þess vorið 2018.
Markmið með starfi teymisins er að einfalda og flýta fyrir aðstoð til nemenda og foreldra, samhliða því að vera stuðningur fyrir starfsfólk skóla og samhæfa aðgerðir. Teymið er skipað sérfræðingum Félagsþjónustu Múlaþings. Teymið vinnur með börnum,foreldrum, kennurum og eftir atvikum öðrum utanaðkomandi sérfræðingum sem hafa komið að málefnum barnsins. Teymið hefur viðveru í skólanum tvisvar sinnum í mánuði. Málum er vísað í ALL í gegnum nemendaverndarráð Egilsstaðskóla