Mat á skólastarfi

Hvað er mat á skólastarfi?

Mat á skólastarfi snýst um að skoða viðhorf nemenda, foreldra og starfsfólks til þess sem fram fer í skólanum. Niðurstöður eru nýttar til þess að bæta skólastarfið markvisst.

Hverjum grunnskóla á Íslandi ber að meta árangur og gæði skólastarfsins með kerfisbundnum hætti. Gagnaöflun innra mats á skólastarfi í Egilsstaðaskóla byggir m.a. reglulegum nemendakönnunum Skólapúlsins, styttri könnun fyrir nemendur í 2. – 5. bekk og lengri könnun fyrir 6.-10.bekk Foreldrar og forráðamenn svara könnuninni í febrúar og starfsfólk í mars.  Íslenska æskulýðsrannsóknin er lögð fyrir nemendur í 4. - 10. bekk. 

Margvíslegum upplýsingum er auk þess aflað í starfsmannasamtölum, með tengslakönnunum, á fundum með foreldrum, nemendum og starfsmönnum, s.s. á skólaþingum o.fl. 

Niðurstöður innra mats skólans eru birtar í matsskýrslu sem gefin er út hvert vor. Í kjölfar niðurstaðna er unnin úrbótaáætlun fyrir næsta skólaár. Starfsmenn ákveða í sameiningu hvaða verkefni eru sett í forgang.

Matshópur skólans sér um að leiða innra mat skólans. Í matshóp skólans skólaárið 2023 - 2024 sitja: Sigrún Blöndal, Hlín Stefánsdóttir, Eydís Elva Eymundsdóttir og Sigfús Guttormsson.

Hér fyrir neðan er hægt að skoða matsskýrslu síðasta árs og fimm ára áætlun skólans um innra mat skólans.

Matsskýrsla Egilsstaðaskóla 2023-2024

Matsskýrsla Egilsstaðaskóla 2022 - 2023

Matsskýrsla Egilsstaðaskóla 2021 - 2022

Matskýrsla Egilsstaðaskóla 2019-2020

 

Sjálfsmatskýrsla 2020-2021

Matsáætlun 2021-2026

Úrbótaáætlun 2021-2022