Í Egilsstaðaskóla er formlega tekið á móti öllum nýjum nemendum. Foreldrar hafa samband við skólastjóra eða skrifstofu skólans þegar þeir hafa ákveðið að setjast að í skólahverfinu og skrá nemandann í skólann. Náms- og starfsráðgjafi tekur við upplýsingum um nýja nemandann og hefur yfirumsjón með móttöku hans. Í stuttu máli er móttökuferlið eftirfarandi:
- Nýi nemandinn og foreldrar hans eru boðaðir í heimsókn í skólann.
- Náms- og starfsráðgjafi hittir nýja nemandann og foreldra og kynnir skólann. Farið er yfir eftirfarandi atriði:
- Almennar upplýsingar um skólann; fjölda nemenda, stefnu skólans, þjónustu, skólanámskrá, skólareglur.
- Upplýsingar frá foreldrum um skólagöngu nemenda, menningar og trúarlegan bakgrunn (upplýsingablað), neyðarkort útfyllt og lögheimili.
- Stoðkerfi skólans, hvert foreldrar geta leitað ef þeir þarfnast aðstoðar með barn sitt.
- Skipulag skólastarfsins, skóladagatal, stundaskrá, umsjónarkennari, bekkjarfélagar og almenn atriði er varða íþrótta- og sundkennslu.
- Mikilvægi móðurmáls og hvernig foreldrar og skóli geta stuðlað að viðhaldi þess (á við nemendur með annað móðurmál).
- Samskipti foreldra og skóla, föstudagspóstur, mentor, foreldrafundir og viðtöl á skólaárinu, túlkaþjónusta.
- Hádegisfæði, ávaxtaáskrift og mjólk.
- Heilsdagsvistun, félagsmiðstöð, frístundastarf í samfélaginu.
- Heimasíða skólans, mentor, Foreldrafélag skólans.
- Fyrsti skóladagur ákveðinn og ákveðinn fundartími að mánuði liðnum.
- Undanþágur frá námsgreinum ef um erlenda nemendur er að ræða, s.s. tungumál, trúarbragðafræði (kristin fræði)
- Athuga með námsefni frá fyrra landi sem nemandinn getur unnið áfram
- Vegna erlendra nemenda er virkjað móttökuteymi sem í sitja umsjónarkennari, deildarstjóri sérkennslu, sérkennari og náms- og starfsráðgjafi
- Náms- og starfsráðgjafi fylgir nýja nemandanum og foreldrum um skólann. Kynnt eru þau svæði sem nemandinn þarf að sækja á skólatíma, staðsetning snyrtinga, íþrótta- og sundaðstaða. Í skoðunarferð um skólann er stefnt að því að heimsækja heimastofu nemandans og hitta umsjónarkennara og skólaliða í viðkomandi álmu.
- Umsjónarkennari sér til þess að nýi nemandinn fái skólavin sem er í sama bekk. Hlutverk skólavinar er að leiðbeina og hjálpa nýja nemandanum að fóta sig á nýjum vinnustað.
- Náms- og starfsráðgjafi hefur samband símleiðis til foreldra og umsjónarkennara eftir 1 mánuð. Þar er upphaf skólagöngu metið hjá barninu og fundar nýjar leiðir ef þarf.
- Í lok ársins er móttaka nemenda metin með þátttöku nemenda, foreldra og starfsfólks skóla. Náms- og starfsráðgjafi hefur umsjón með matinu og endurbótum.