Formleg skil á námsmati

Námsmat er órjúfanlegur hluti náms og kennslu. Megintilgangur námsmats er að leiðbeina nemendum um námið og hvernig þeir geti náð markmiðum þess. Námsmat á að vera upplýsandi og hvetjandi. Áhersla er lögð á þátttöku nemenda í námsmati og að námsmat leiðbeini þeim til að ná markmiðum náms.

Námsmat er hæfnimiðað, en hæfni felst í þekkingu og leikni nemandans og hversu vel honum gengur að hagnýta sér þessa tvo þætti til framfara.

Námsmat fer fram jafnt og þétt á námstímanum. Námsmatsaðferðir eru fjölbreyttar, endurspegla áherslur í kennslu og taka mið af nemendahópnum. Áhersla er lögð á leiðsagnarmat, eða endurgjöf og samræður nemenda og kennara í námsmati. Markviss endurgjöf felst í skýrum námsmarkmiðum og upplýsingum til nemenda um til hvers er ætlast af honum, hvernig honum gengur að tileinka sér það sem lagt er upp með og hvernig hann nýtir áfram það sem hann hefur lært. Námsmat er fært í Mentor.

Námsmat í Egilsstaðaskóla er tvíþætt. Annars vegar er metin lykilhæfni og hins vegar hæfni á námssviði. Lykilhæfni er sú hæfni sem snýr að nemandanum sjálfum og er ætlað að stuðla að alhliða þroska hans. Hún tengist öllum námssviðum. Lykilhæfni skiptist niður í fimm flokka; tjáning og miðlun, skapandi hugsun og frumkvæði, sjálfstæði og samvinnu, nýting miðla og upplýsinga, mat á eigin námi, metnaður og ábyrgð og að lokum samskipti og virðing. Eftirfarandi er yfirlit lykilhæfni með megináherslum hvers stigs.

 

Lykilhæfni – yfirlit:

 

Unglingastig

8.-10. bekkur

Miðstig

5.-7. bekkur

Yngsta stig

1.-4. bekkur

TJÁNING OG MIÐLUN

Tjáir skoðanir, hugsanir og tilfinningar munnlega, skriflega og á annan hátt. Miðlar þekkingu og leikni og flytur mál sitt skýrt og áheyrilega. Tekur þátt í samræðum og rökræðum á gagnrýninn hátt.

Tjáir skoðanir, hugsanir og tilfinningar munnlega, skriflega og á annan hátt. Miðlar þekkingu og leikni og flytur mál sitt skýrt og áheyrilega. Tekur þátt í samræðum.

Tjáir skoðanir, hugsanir og tilfinningar munnlega og á annan hátt. Tekur þátt í samræðum.

SKAPANDI HUGSUN OG FRUMKVÆÐI

Sýnir áræðni, þorir að spyrja spurninga og fara eigin leiðir. Leitar að nýjum hugmyndum og tækifærum til náms.

Sýnir frumkvæði, þorir að spyrja spurninga og fara eigin leiðir. Leitar að nýjum hugmyndum og tækifærum til náms.

Sýnir áræðni, skapandi hugsun og frumkvæði.

SJÁLFSTÆÐI OG SAMVINNA

Vinnur sjálfstætt, vinnur með öðrum og undir leiðsögn.

Vinnur sjálfstætt, með öðrum og undir leiðsögn.

Vinnur sjálfstætt, með öðrum og undir leiðsögn.

NÝTING MIÐLA OG UPPLÝSINGA

Nýta tækni og miðla á ábyrgan, skapandi og gagnrýninn hátt

Nýta sér margvíslega miðla í þekkingarleit og úrvinnslu á ábyrgan og skapandi hátt.

 

MAT Á EIGIN NÁMI, METNAÐUR OG ÁBYRGÐ.

Sinnir námi sínu af ábyrgð og metnaði. Setur sér markmið, heldur áætlanir og skilar verkefnum á réttum tíma. Leggur mat á eigin vinnubrögð og frammistöðu.

Sinnir námi sínu af ábyrgð og metnaði. Setur sér markmið, heldur áætlanir og skilar verkefnum á réttum tíma. Leggur mat á eigin vinnubrögð og frammistöðu.

Sinnir námi sínu af ábyrgð og metnaði. Setur sér markmið og leggur mat á eigin vinnu.

SAMSKIPTI OG VIRÐING

Er jákvæður, kurteis og hjálpsamur. Ber virðingu fyrir eigum annarra og hlustar á aðra og virðir skoðanir þeirra.

Er jákvæður, kurteis og hjálpsamur. Ber virðingu fyrir eigum annarra og hlustar á aðra og virðir skoðanir þeirra.

Er jákvæður, kurteis og hjálpsamur. Ber virðingu fyrir eigum sínum og annarra. Hlustar á aðra og sýnir þeim virðingu.

 

Formleg skil á námsmati

Formleg skil á námsmati eru tvisvar á skólaári. Sjálfsmat í Mentor er framkvæmt einu sinni á vetri í tengslum við samstarfsviðtöl, sem eru í byrjun nóvember. Foreldrar setjast niður með nemendum heima og aðstoða þá við að framkvæma matið inn á Mentor. Sjálfsmatið snýr aðlykilhæfni og líðan nemenda í skólanum. Samhliða skrá umsjónarkennarar mat á lykihæfni inn á Mentor. Sjálfsmatið er til umræðu í samstarfsviðtölum nemenda, foreldra og kennara. Í samstarfsviðtölum setja nemendur sér persónuleg markmið sem sett eru á oddinn næstu mánuði.

Seinni samstarfsdagur skólaársins er í lok ferbrúar og eru þá nemendastýrð viðtöl. Nemendastýrð viðtöl byggja á einni af megináherslum skólastarfs í Egilsstaðskóla sem er virkir nemendur. Rannsóknir hafa sýnt að aukin ábyrgð nemenda á námi sínu og vitund um framfarir getur verið lykillinn að auknum áhuga og virkni þeirra í námi (Berger 2014).

Nemendastýrð viðtöl hafa reynst vel til þess að fá nemendur til þess að ígrunda stöðu sína og framfarir í námi. Jafnframt því sem áhersla er á að nemandinn skýri sjálfur frá niðurstöðum sínum. Nemandinn stýrir viðtalinu og útskýrir fyrir foreldrum sínum hvað hann hefur lært og hvaða hæfni og skilning hann hefur tileinkað sér. Til þess ná tökum á verkefninu þurfa nemendur að undirbúa sig með aðstoð kennara, æfa sig og dýpka skilning sinn á eigin námi. Nemendur eru stoltir af árangri sínum og takaábyrgð á því sem þeir þurfa að leggja sérstaka rækt við. Markmiðið er að nemendur séu ekki viðtakendur í námi, heldur virkir og skapandi.

Markmið með nemendastýrðum viðtölum:

  • Að auka virkni og vitund nemenda um nám sitt og námsvenjur.
  • Að styrkja munnlega tjáningu nemenda, gagnrýna hugsun og
  • ályktunarhæfni.
  • Að styrkja tengsl við foreldra og forráðamenn og vinna saman að
  • framförum nemenda.
  • Að skapa gæðastund milli nemenda og foreldra/forráðamanna þeirra í
  • tengslum við nám.
  • Að leggja áherslu á nám nemandans fremur en hegðun.
  • Að auka skilning foreldra á því sem nemandinn er að fást við í skólanum.

Að vori er formlegur vitnisburður afhentur við skólaslit. Vitnisburður er í formi umsagna í 1.-4. bekk. Gefnar eru umsagnir bæði fyrir lykilhæfni og námshæfni. Í 5.-10. bekk eru gefnir bókstafir fyrir námshæfni og lykilhæfni. Notaðir eru bókstafirnir A fyrir frammúrskarandi hæfni, B fyrir góða hæfni, C fyrir sæmilega hæfni og D þegar hæfni er ábótavant. Jafnframt er gefið B+ og C+. Ekki er gefið fyrir lykilhæfni í lokavitnisburði 10.bekkjar í samræmi við tilmæli Menntamálaráðuneytis.

Tekið er fram á loka vitnisburði ef nemendur eru með einstaklingsnámskrá í einstökum greinum. Það kemur fram í umsagnardálki hjá nemendum í 1.-9.bekk, en í stjörnumerkingu í lokavitnisburði hjá nemendum í 10.bekk.

Stefna skólans er að formlegt vitnisburðarkerfi skólans byggi eingöngu á bókstöfum og umsögnum.

Matskvarði 5. -10. bekkur – yfirlit

A

Framúrskarandi hæfni

B+

Mjög góð hæfni

B

Góð hæfni

C+

Nokkuð góð hæfni

C

Sæmileg hæfni

D

Hæfni ábótarvant