- Skólinn
- Frístund
- Fyrirspurnir
- Mötuneytið
- Skólareglur
- Starfsfólk
- Viðburðadagatal
- Skólanámskrá
- Skipurit
- Mat á skólastarfi
- Skólaráð Egilsstaðskóla
- Skólasöngur
- Skólaakstur
- Nám & kennsla
- Foreldrar
- Nemendur
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Heimili og skóli
Í Egilsstaðaskóla er unnið undir merkjum þess að nemendur séu virkir og beri ábyrgð á námi sínu. Áhersla er á óbeina kennslu eða nemendamiðaða sem byggir á því að nemendur eru í virku hlutverki til dæmis við efniskönnun og sjálfstæð viðfangsefni.
Markmiðið er að efla ábyrgð og áhuga nemenda á eigin námi. Að þeir vinni glaðir og fróðleiksfúsir með trú á eigin getu að viðfangsefnum við hæfi.
Dæmi um leiðir sem farnar eru til að virkja nemendur eru áætlanir, efniskannanir, stöðvavinna, hringekja, val og svæði. Þá er leitast við að hafa kennsluhætti sem fjölbreyttasta á öllum skólastigum og er stefnan að nemendur hafi meira val um úrlausnir verkefna í samstarfi við kennara. Nemendur meta eigið nám jafnt og þétt yfir skólaárið með ýmis konar sjálfsmati, ásamt því að meta jafningja sína. Með því að byrja strax í upphafi skólagöngu að ala nemendur upp í því að taka ábyrgð á eigin námi aukast líkurnar á því að þeim sé eðlilegt að vinna sjálfstætt og meta eigin námsstöðu. Nemendum er kennd markmiðasetning frá byrjun. Nemendur setja sér strax frá byrjun skólagöngu markmið í tengslum við frammistöðumat tvisvar á vetri. Eftir því sem ofar er komið fara nemendur að setja sér eigin markmið í auknum mæli og meta síðan hvernig gekk að ná þeim markmiðum. Samstarfsviðtöl, nemendaviðtöl og viðtalstímar kennara eru vettvangur fyrir markmiðssetningu og umræðu um námsstöðu.