Árshátíð miðstigs (5. - 7. bekkjar) hefur verið færð til fimmtudagsins 20. febrúar. Að þessu sinni verður sviðsett Sagan af bláa hnettinum, byggt á sögu Andra Snæs Magnasonar og hefst sýningin kl. 17.00.
Nemendastýrð viðtöl sem áttu að fara fram þ. 20. febrúar verða föstudaginn 21. febrúar. Foreldrar og forsjáraðilar fá sendan póst með upplýsingum um skráningu.
Foreldrum og forsjáraðilum hefur nú verið sent bréf þess efnis að verkfall kennara hefur verið dæmt ólögmætt.
Skóli hefst því að nýju mánudaginn 10. febrúar samkvæmt stundarkrá.
Það voru stolt börn í 1. bekk sem fögnuðu því að þau eru búin að vera 100 daga í grunnskóla. Krakkarnir voru með kórónur í tilefni dagsins og skrifuðu á hjörtu hvað þeim þætti gott eða gaman. Skólastjórinn ávarpaði hópinn, allir fengu íspinna og svo var bíó. Krakkarnir skoppuðu svo út í helgarfrí, ánægð með sig og tímamótin.