Leikskóli

Egilsstaðaskóli og leikskólinn Tjarnarskógur vinna saman að því að auðvelda elstu nemendum leikskóla að færa sig yfir í grunnskóla og stuðla þannig að farsælli skólabyrjun. Þannig kynnast verðandi nemendur skólans því starfi sem  fram fer, starfsfólki og umhverfi.  Markmiðið er með þessu að tryggja vellíðan og öryggi barna við þann áfanga sem er að færast á milli skólastiga.

Fimm ára nemendur í Tjarnarskógi heimsækja Egilsstaðaskóla og nemendur Egilsstaðaskóla fara í heimsóknir í leikskólann nokkrum sinnum yfir veturinn, fara í íþróttatíma, list- og verkgreinatíma og hitta verðandi umsjónarkennara að vori.