- Skólinn
- Frístund
- Fyrirspurnir
- Mötuneytið
- Skólareglur
- Starfsfólk
- Viðburðadagatal
- Skólanámskrá
- Skipurit
- Mat á skólastarfi
- Skólaráð Egilsstaðskóla
- Skólasöngur
- Skólaakstur
- Nám & kennsla
- Foreldrar
- Nemendur
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Heimili og skóli
Formleg skil á námsmati eru tvisvar á skólaári. Sjálfsmat í Mentor er framkvæmt einu sinni á vetri í tengslum við samstarfsviðtöl, sem eru í byrjun nóvember. Foreldrar setjast niður með nemendum heima og aðstoða þá við að framkvæma matið inn á Mentor. Sjálfsmatið snýr aðlykilhæfni og líðan nemenda í skólanum. Samhliða skrá umsjónarkennarar mat á lykihæfni inn á Mentor. Sjálfsmatið er til umræðu í samstarfsviðtölum nemenda, foreldra og kennara. Í samstarfsviðtölum setja nemendur sér persónuleg markmið sem sett eru á oddinn næstu mánuði.
Seinni samstarfsdagur skólaársins er í lok ferbrúar og eru þá nemendastýrð viðtöl. Nemendastýrð viðtöl byggja á einni af megináherslum skólastarfs í Egilsstaðskóla sem er virkir nemendur. Rannsóknir hafa sýnt að aukin ábyrgð nemenda á námi sínu og vitund um framfarir getur verið lykillinn að auknum áhuga og virkni þeirra í námi (Berger 2014).
Nemendastýrð viðtöl hafa reynst vel til þess að fá nemendur til þess að ígrunda stöðu sína og framfarir í námi. Jafnframt því sem áhersla er á að nemandinn skýri sjálfur frá niðurstöðum sínum.
Nemandinn stýrir viðtalinu og útskýrir fyrir foreldrum sínum hvað hann hefur lært og hvaða hæfni og skilning hann hefur tileinkað sér. Til þess ná tökum á verkefninu þurfa nemendur að undirbúa sig með aðstoð kennara, æfa sig og
dýpka skilning sinn á eigin námi. Nemendur eru stoltir af árangri sínum og takaábyrgð á því sem þeir þurfa að leggja sérstaka rækt við. Markmiðið er að
nemendur séu ekki viðtakendur í námi, heldur virkir og skapandi.
Markmið með nemendastýrðum viðtölum:
Að vori er formlegur vitnisburður afhentur við skólaslit. Vitnisburður er í formi umsagna í 1.-4. bekk. Gefnar eru umsagnir bæði fyrir lykilhæfni og námshæfni. Í 5.-10. bekk eru gefnir bókstafir fyrir námshæfni og lykilhæfni. Notaðir eru bókstafirnir A fyrir frammúrskarandi hæfni, B fyrir góða hæfni, C fyrir sæmilega hæfni og D þegar hæfni er ábótavant. Jafnframt er gefið B+ og C+. Ekki er gefið fyrir lykilhæfni í lokavitnisburði 10.bekkjar í samræmi við tilmæli Menntamálaráðuneytis.
Tekið er fram á loka vitnisburði ef nemendur eru með einstaklingsnámskrá í einstökum greinum. Það kemur fram í umsagnardálki hjá nemendum í 1.-9.bekk, en í stjörnumerkingu í lokavitnisburði hjá nemendum í 10.bekk.
Stefna skólans er að formlegt vitnisburðarkerfi skólans byggi eingöngu á bókstöfum og umsögnum.