Lykilhæfni - yfirlit

 

 

Unglingastig

8.-10. bekkur

Miðstig

5.-7. bekkur

Yngsta stig

1.-4. bekkur

TJÁNING OG MIÐLUN

Tjáir skoðanir, hugsanir og tilfinningar munnlega, skriflega og á annan hátt. Miðlar þekkingu og leikni og flytur mál sitt skýrt og áheyrilega. Tekur þátt í samræðum og rökræðum á gagnrýninn hátt.

Tjáir skoðanir, hugsanir og tilfinningar munnlega, skriflega og á annan hátt. Miðlar þekkingu og leikni og flytur mál sitt skýrt og áheyrilega. Tekur þátt í samræðum.

Tjáir skoðanir, hugsanir og tilfinningar munnlega og á annan hátt. Tekur þátt í samræðum.

SKAPANDI HUGSUN OG FRUMKVÆÐI

Sýnir áræðni, þorir að spyrja spurninga og fara eigin leiðir. Leitar að nýjum hugmyndum og tækifærum til náms.

Sýnir frumkvæði, þorir að spyrja spurninga og fara eigin leiðir. Leitar að nýjum hugmyndum og tækifærum til náms.

Sýnir áræðni, skapandi hugsun og frumkvæði.

SJÁLFSTÆÐI OG SAMVINNA

Vinnur sjálfstætt, vinnur með öðrum og undir leiðsögn.

Vinnur sjálfstætt, með öðrum og undir leiðsögn.

Vinnur sjálfstætt, með öðrum og undir leiðsögn.

NÝTING MIÐLA OG UPPLÝSINGA

Nýta tækni og miðla á ábyrgan, skapandi og gagnrýninn hátt

Nýta sér margvíslega miðla í þekkingarleit og úrvinnslu á ábyrgan og skapandi hátt.

 

MAT Á EIGIN NÁMI, METNAÐUR OG ÁBYRGÐ.

Sinnir námi sínu af ábyrgð og metnaði. Setur sér markmið, heldur áætlanir og skilar verkefnum á réttum tíma. Leggur mat á eigin vinnubrögð og frammistöðu.

Sinnir námi sínu af ábyrgð og metnaði. Setur sér markmið, heldur áætlanir og skilar verkefnum á réttum tíma. Leggur mat á eigin vinnubrögð og frammistöðu.

Sinnir námi sínu af ábyrgð og metnaði. Setur sér markmið og leggur mat á eigin vinnu.

SAMSKIPTI OG VIRÐING

Er jákvæður, kurteis og hjálpsamur. Ber virðingu fyrir eigum annarra og hlustar á aðra og virðir skoðanir þeirra.

Er jákvæður, kurteis og hjálpsamur. Ber virðingu fyrir eigum annarra og hlustar á aðra og virðir skoðanir þeirra.

Er jákvæður, kurteis og hjálpsamur. Ber virðingu fyrir eigum sínum og annarra. Hlustar á aðra og sýnir þeim virðingu.