- Skólinn
- Frístund
- Fyrirspurnir
- Mötuneytið
- Skólareglur
- Starfsfólk
- Viðburðadagatal
- Skólanámskrá
- Skipurit
- Mat á skólastarfi
- Skólaráð Egilsstaðskóla
- Skólasöngur
- Skólaakstur
- Nám & kennsla
- Foreldrar
- Nemendur
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Heimili og skóli
Heilsugæsla: Skólahjúkrunarfræðingur situr í nemendaverndarráði og hefur fasta viðveru í skólanum tvo daga í viku. Hann sinnir fræðslu og heilsuvernd og veitir ráðgjöf til foreldra og skóla í málum einstakra nemenda. Skólahjúkrunarfræðingur er jafnframt tengiliður við heilsugæslu.
Íþróttafélög og önnur skipulögð starfsemi fyrir börn og unglinga á Fljótsdalshéraði: Nemendur í 1. og 2. bekk eiga kost á íþróttaiðkum eftir skóla í gegnum verkefnið "Allir með" sem er á vegum Hattar. Nemendur geta fengið skipulagðar æfingar hjá íþróttafélagi eða annarri skipulagða félagsstarfsemi metnar sem hluta af vali.
Íþróttamiðstöðin Egilsstöðum: Í Íþróttamiðstöðinni fara fram skólaíþróttir. Því gilda skólareglur þar auk sérreglna sem kunna að vera í gildi á hverjum tíma. Baðvarsla: Starfsfólki Íþróttamiðstöðvarinnar annast gæslu í búningsklefum/böðum þegar nemendur eru þar.
Vatnajökulsþjóðgarður: Starfsemi þjóðgarðsins og þekkingin sem starfsmenn hans búa yfir býður upp á mörg tækifæri í skólastarfi. Skólinn hefur í samstarfi við þjóðgarðsvörð markað sér þá stefnu að nemendur í 5.bekk fá heimsókn frá þjóðgarðinum í tengslum við dag íslenskrar náttúru 16.september. Þeir heimsækja síðan Snæfellsstofu í vorferð.
Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs: Óformlegt samstarf er við Menningarmiðstöðina vegna ýmissa skólaverkefna. Stefna skólans er að nemendur og kennarar nýti sér þær sýningar sem settar eru upp í Sláturhúsinu og taki virkan þátt í starfi Menningarmiðstöðvarinnar.
Fyrirtæki á Fljótsdalshéraði: Samið er við fyrirtæki um að taka nemendur í starfsnám, eftir því sem ástæða þykir til. Nokkur fyrirtæki gefa viðurkenningar við útskrift 10. bekkinga.