- Skólinn
- Frístund
- Fyrirspurnir
- Mötuneytið
- Skólareglur
- Starfsfólk
- Viðburðadagatal
- Skólanámskrá
- Skipurit
- Mat á skólastarfi
- Skólaráð Egilsstaðskóla
- Skólasöngur
- Skólaakstur
- Nám & kennsla
- Foreldrar
- Nemendur
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Heimili og skóli
Sérkennsla 1.-4. bekkjar
Nemendur með fötlun eða þroskafrávik njóta sérkennslu og er ýmist kennt utan bekkjarstofu eða inn í bekk. Unnið er eftir einstaklingsnámskrá þar sem markmið og leiðir koma fram. Mest er unnið með málþroska, lestur, stærðfræði og félagsfærni. Nemendur með fötlun eða þroskafrávik læra að nýta sér sjónrænt skipulag eftir fyrirkomulagi TEACCH. Sumir nemendur með þroskafrávik eða fötlun hafa með sér stuðningsfulltrúa sem vinnur undir handleiðslu umsjónarkennara. Nemendur með lestrarvanda fá sérkennslu í þeim þáttum sem liggja til grundvallar lestrarþjálfun. Reglulegar skimanir og kannanir eru framkvæmdar til þess að fylgjast með framvindu lestrarnáms.
Sérkennsla 5.-7. bekkjar
Á miðstiginu er lestrarfærni nemenda orðin meiri og er haldið áfram að skima og greina lestrarvanda og gripið til úrræða fyrir nemendur sem þurfa meiri þjálfun í lestri og stærðfræði. Sérkennslan fer fram innan bekkjar eða utan allt eftir því sem hentar best hverju sinni. Sérkennari aðstoðar nemendur með aðlagað námsefni eftir þörfum og haldið er áfram að vinna með sjónrænt skipulag eftir því sem við á. Nemendur með þroskafrávik eða fötlun hafa með sér stuðningsfulltrúa sem vinnur undir handleiðslu umsjónarkennara.
Sérkennsla 8.- 10. bekk
Á elsta stigi fá nemendur sérkennslu í íslensku og stærðfræði ef ástæða er til. Faggreinakennarar sjá um að aðlaga námsefni í öðrum fögum eftir þörfum, í samráði við sérkennara eða deildarstjóra stoðþjónustu. Reynt er að kynna nemendum þau hjálpartæki sem eru aðgengileg. Nemendur vinna aðallega inni í bekk en reynt er að koma til móts við mismunandi þarfir með því að hafa aðstöðu fyrir minni hópa.
Egilsstaðaskóli
Tjarnarlönd 11 | 700 Egilsstaðir Sími á skrifstofu: 470 0605 Netfang: egilsstadaskoli@mulathing.is |
Skrifstofa skólans er opin frá
kl. 08:00 - 16:00