Fréttir

11.09.2025

Kynningarfundir að hausti

Þriðjudaginn 16. september verða haldnir kynningarfundir fyrir foreldra og forsjáraðila barna í Egilsstaðaskóla. Fundirnir hefjast í matsal með kynningu á innleiðingu Heillaspora og síðan haldið áfram með kynningar í heimastofum árganga. Fundir fyrir hvert stig hefjast sem hér segir: 1.-4. bekkur klukkan 16:30 5.-7.bekkur klukkan 17:30 8.-10. bekkur klukkan 18:30 Á kynningum í árgöngum verður farið yfir vetrarstarfið, sérstök verkefni á hverju stigi / árgangi og fleiri hagnýtar upplýsingar. Fundirnir taka u.þ.b. klukkustund.
10.09.2025

Umsjónardagur

Í vor var ákveðið að tveir skóladagar þessa skólaárs yrðu helgaðir því að styrkja hópa og efla tengsl milli nemenda og milli nemenda og starfsfólks. Í dag er fyrri umsjónardagurinn og um allt hús eru börn í samvinnuleikjum og verkefnum sem styrkja hópana. Leitað var í Verkfærakistu Vöndu Sigurgeirsdóttur / KVAN en allt starfsfólk sat námskeið með Vöndu í haust þar sem árgangateymi undirbjuggu m.a. umsjónardaginn. Það er mikill lærdómur í því að takast á við verkefni í sameiningu og leita lausna. Það reynir á krakkana að skipta verkefnum á milli sín og komast að sameiginlegri niðurstöðu. Þetta er færni sem allir þurfa að þjálfa til að taka þátt í samfélaginu okkar. Í tilefni af gulum september og degi geðræktar voru margir mættir í gulum fötum og það var því bjart yfir að líta í skólanum í dag.
05.09.2025

Samvera - spil og umsjónardagur í næstu viku

Í vikunni nýttu kennarar í 9. og 10. bekk vinnumixtíma til að safna krökkunum saman í matsalinn þar sem þau spiluðu félagsvist. Markmiðið var notaleg samvera til að styrkja hópana og efla samskipti. Að spila saman er góð þjálfun í samskiptahæfni auk margs annars, s.s. nefnuhraða, minnisþjálfun o.fl. Í vetur verða sérstakir dagar á skóladagatalinu sem eru helgaðir samveru og hópefli, kallaðir umsjónardagar. Fyrsti umsjónardagurinn verður miðvikudaginn 10. september og þá er hver árgangur með umsjónarkennurum allan skóladaginn. Allir árgangar ljúka skóla klukkan 13.50 þennan dag.
27.08.2025

Bráðaofnæmi