Einn þáttur í umfjöllun um mannslíkamann í 9. bekk er krufning innyfla úr sauðfé og nautgripum. Þetta er mikilvægur þáttur í að gera sér grein fyrir starfsemi líffæranna. Þetta reynist sumum meiri áskorun en öðrum en nær öllum finnst þetta fróðlegt og lærdómsríkt. Nokkrar myndir fylgja af vettvangi.
Í liðinni viku settu nemendur á elsta stigi söngleikinn The Greatest Showman eða Sýningarstjórann á svið á fyrstu árshátíð skólaársins. Krakkarnir hafa unnið að undirbúningi síðan í september en það felur í sér leikæfingar, söngþjálfun, sviðsmyndagerð, hljóð- og ljósastjórn. Stór hópur nemenda og starfsfólk kemur að uppsetningu sem þessari enda er þetta viðamikil sýning. Hrefna Hlín Sigurðardóttir kennari þýddi söngleikinn The Greatest Showman og leikstýrði krökkunum. Kennarar í Tónlistarskólanum á Egilsstöðum aðstoðuðu við söngþjálfun og myndmenntakennari stýrði leikmyndagerð auk stuðningsfulltrúa á elsta stigi sem aðstoðuðu við undirbúning og leikstjórn. Það er alltaf gaman að fylgjast með krökkunum eflast og styrkjast í æfingaferlinu og margir sigrar vinnast á leiðinni. Lokapunkturinn, sýningin sjálf, er uppskera margra vikna vinnu og það var auðséð í lok sýningar hve glöð og stolt krakkarnir voru af sýningunni. Fullur salur áhorfenda fagnaði þeim vel í lokin.
Þriðudaginn 18. nóvember boðar Foreldrafélag Egilsstaðaskóla til fundar kl. 17.00. Í upphafi verður fræðsla frá fulltrúa Heimilis og skóla og síðan stuttur aðalfundur. Í lokin verður vinnustofa um Farsældarsáttmálann.
Dagskrá fundarins verður sem hér segir:
Kl. 17.00 - 17.40 - Fræðsla frá Heimili og skóla (Sigurjón Fox)
Kl. 17.45 - 18.15 - Stuttur aðalfundur FE
Kl. 18.20 - 19.00 - Vinnustofa um Farsældarsáttmálann
Stjórn FE vonast til að sjá sem flesta á fundinum, að minnsta kosti eitt foreldri / forsjáraðili komi frá hverju heimili.
Undir flipanum Foreldrar - Foreldrafélag er skýrsla stjórnar. Undir flipanum Heimili og skóli er tengill á Farsældarsáttmálann.