Fréttir

03.10.2025

Á ferð um Ísland

Það er gaman að læra um landið sitt og það er hægt að gera á margan hátt. Krakkarnir í 6. bekk hafa unnið verkefni um Ísland þar sem þau hafa skrifað ferðasögur og fundið þjóðsögur sem tengjast ákveðnum stöðum. Þau merktu inn á stórt Íslandskort og tengdu svo myndir og sögur við staðina á kortinu. Skemmtileg leið til að læra landafræði.
02.10.2025

Það er gott að lesa

PALS er heitið á aðferð sem er beitt í lestri og stærðfræði. Aðferðin byggist á því að þjálfa samtímis hóp af nemendum í stafaþekkingu og lestri með því að pör vinna saman. Pörin vinna saman í 35 – 40 mínútur í senn tvisvar til þrisvar í viku. Nemendur vinna saman í pörum og aðstoða hvor annan við að bæta lesturinn. Pörin nota stigakerfi sem hvatningu og gefa sér stig m.a. fyrir að ljúka verkefnum. Aðferðin er mjög vel rannsökuð og hafa niðurstöður sýnt að PALS hjálpar flestum nemendum að bæta lesskilning og leshraða. Í 2. bekk eru nemendur þessa dagana að æfa sig í lestri með því að nota PALS aðferðina og sömuleiðis nemendur í 6. og 7. bekk. Áhugasömum er bent á að kynna sér PALS á læsisvefnum https://laesisvefurinn.is/ en þar er meðal annars að finna svæði sem heitir Lestrarmenning og þar er hægt að komast inn á aðra vefi þar sem er fjallað um lestur. Á vefsvæðinu www.lesummeira.is má finna gagnlegar ráðleggingar um hvernig er hægt styðja við lestur barna og gera lestur að gæðastund.
26.09.2025

10. bekkur í Stórurð

Árlegum göngudegi Egilsstaðaskóla var aflýst fyrr í haust vegna veðurs og þótti mörgum það afar leitt. Nemendur í 10. bekk voru mjög áhugasamir um að geta gengið í Stórurð, sem er síðasta - og jafnframt lengsta gangan - á skólaferli þeirra. Ákveðið var að grípa tækifærið ef veður leyfði sem reyndist raunin í vikunni. 10. bekkingar og starfsfólk sem kemur að árgangnum hélt af stað sl. miðvikudag, í góðu veðri og ágætum aðstæðum þrátt fyrir að það hefði snjóað á svæðinu nokkrum dögum áður. Hópurinn fékk bjart og fallegt veður í urðinni og allt gekk vel. Þar með geta nemendurnir hakað við það að hafa gengið í Stórurð, sem markar skref í áttina að útskrift þeirra úr grunnskóla.