Fréttir

13.06.2024

Umsjónarkennarar veturinn 2024 - 2025

Undirbúningur fyrir næsta skólaár er í fullum gangi í Egilsstaðaskóla. Nú liggur fyrir hvernig umsjónarkennarateymi verða skipuð. Þar eru bæði kennarar sem hafa starfað lengi við skólann og aðrir sem eru að hefja störf við skólann. Upplýsingar um aðra kennara verða gefnar í ágúst, s.s. íþróttakennarar, list- og verkgreinakennarar, faggreinateymi á unglingastigi og hverjir sinna stoðþjónustu í skólanum. Í 1. bekk verða umsjónarkennarar Berglind Karlsdóttir, Drífa Magnúsdóttir og Sigrún Þöll Kjerúlf Í 2. bekk verða umsjónarkennarar Halldóra Björk Ársælsdóttir og Svana Magnúsdóttir Í 3. bekk verða umsjónarkennarar Berglín Sjöfn Jónsdóttir, Fanndís Ósk Björnsdóttir og Jóhanna Björk Magnúsdóttir Í 4. bekk verða umsjónarkennarar Gyða Guttormsdóttir, Jónína Brá Árnadóttir og Júlía Kristey H. Jónsdóttir Í 5. bekk verða umsjónarkennarar Carola Björk T. Orloff, Rósey Kristjánsdóttir og Védís Hrönn Gunnlaugsdóttir Í 6. bekk verða umsjónarkennarar Auður Dögg Pálsdóttir, Erla Gunnlaugsdóttir og Lovísa Hreinsdóttir Í 7. bekk verða umsjónarkennarar Adam Eiður Ásgeirsson, Hlín Stefánsdóttir og María Emilsdóttir Í 8. bekk verða umsjónarkennarar Sigurður Högni Sigurðsson og Þórunn Guðgeirsdóttir Í 9. bekk verða umsjónarkennarar Fjóla Rún Jónsdóttir, Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir og Sigfús Guttormsson Í 10. bekk verða umsjónarkennarar Jón Magnússon, Sandra Ösp Valdimarsdóttir og Sæbjörn Guðlaugsson
07.06.2024

Skólaslit 2024

Egilsstaðaskóla var slitið í 76. sinn fimmtudaginn 6. júní sl. Þá fengu 413 nemendur vitnisburð sinn en af þeim útskrifuðust 34 úr 10. bekk. Kristín Guðlaug Magnúsdóttir flutti skólaslitaræðu þar sem hún greindi m.a. frá því að hún lætur af starfi skólastjóra í vor en heldur áfram störfum innan skólans sem umsjónarmaður bókasafnsins. Við útskrift 10. bekkjar flutti formaður Nemendaráðs, Ríkey Anna Ingvarsdóttir, ávarp og umsjónarkennarar 10. bekkjar töluðu til nemenda. Fulltrúar nemenda afhentu umsjónarkennurum, iðjuþjálfa og stuðningsfulltrúum gjafir með þökkum fyrir samstarfið. Nemendur fluttu tónlistaratriði á skólaslitunum. Maria Anna Szczelina spilaði verk eftir Debussy á píanó og hljómsveit skipuð 9 nemendum í 10. bekk spilaði lagið Hotel California ásamt Margréti Láru Þórarinsdóttur. Við óskum öllum útskriftarnemum til hamingju með þennan stóra áfanga og hlökkum til að fylgjast með þeim í framtíðinni.
06.06.2024

Skólaslit í dag

Í dag verður Egilsstaðaskóla slitið í 76. sinn og nemendur fara í sumarfrí. Skólaslit fyrir nemendur í 1.-4. bekk eru klukkan 9.00 og hefjast með stuttri samveru í matsal. Klukkan 10.30 eru skólaslit fyrir nemendur í 5. - 9. bekk sem hefjast einnig með samveru í matsal. Í kvöld verður 10. bekkur útskrifaður og hefst sú athöfn klukkan 20.00. Foreldrum og forsjáraðilum er bent á að mikið magn er af óskilafatnaði sem liggur frammi við innganga. Hægt verður að koma og líta yfir bunkana næstu þar til um miðja næstu viku.