Fréttir

16.10.2024

Heimsókn frá Alþingi

Nemendur í 9. og 10. bekk fengu heimsókn frá Alþingi í morgun. Í tilefni þess að 80 ár eru liðin frá stofnun íslenska lýðveldisins hefur starfsfólk skrifstofu Alþingis ferðast um landið til að heimsækja grunnskóla á landsbyggðinni þar sem þeir kynna starfsemi Alþingis og setja upp eins konar Skólaþing. Nemendum var skipt í 4 þingflokka og ýmis mál rædd. Gestirnir voru mjög ánægðir með hve virkan þátt krakkarnir tóku þátt í umræðunni og hældu hópunum.
16.10.2024

Breytt nýting á húsnæði skólans

Í haust urðu ýmsar breytingar á nýtingu húsnæðis Egilsstaðaskóla. Árgangar voru fluttir til í þeim tilgangi að nemendur fengju meira rými, aðstaða starfsfólks var sameinuð og opin rými nýtt sem vinnusvæði. Fjórir deildarstjórar hafa sameiginlega vinnuaðstöðu í því sem áður var fundaherbergi, skólastjóri og aðstoðarskólastjóri deila skrifstofu, náms- og starfsráðgjafi og félagsfærnikennari deila rými og þrjú rými, sem áður voru skrifstofur eru nú fundaherbergi, vinnurými og kennsluaðstaða. Bókasafn skólans hefur tekið nokkrum breytingum og er að hluta til opið fyrir börnin sem eru í Frístund fyrir og eftir skóla. Frístund hefur nú aðstöðu á efstu hæð, við hliðina á bókasafninu. Fjórði og fimmti bekkur eru í vetur á efstu hæð skólans, næst bókasafni en þar er möguleiki á að opna flekahurðir á milli stofanna og þannig er hægt að nýta rýmið ennþá betur. Meðfylgjandi eru myndir af aðstöðu 4. bekkjar þar sem sést hvernig kennslurýmið lítur út í dag. Einnig fylgir mynd af verkefni nemenda sem sýna hringrás vatns og af hluta bekkjarsáttmála sem börnin hafa sameinast um.
14.10.2024

Stutt vika 14. - 16. október en margt í gangi

Síðasta vikan fyrir vetrarfrí er hafin. Það er margt um að vera í skólanum þessa daga og krakkarnir fá heimsóknir frá ýmsum aðilum. Í dag eru fulltrúar Samtakanna 78 með fræðslu fyrir 3 árganga, 3., 6. og 9. bekk. Á morgun fer 6. bekkur í Sláturhúsið á leiksýningu um Kjarval og á miðvikudaginn verður kynning á starfsemi Alþingis fyrir 9. og 10. bekk. Í dag eru kynningarfundir fyrir foreldra/ forsjáraðila en þeir hefjast á stuttri fræðslu í matsal skólans. Kl. 16. 30 - 17.30 mæta foreldrar/forsjáraðilar barna í 1. - 4. bekk Kl. 17.30 - 18.30 mæta foreldrar/forsjáraðilar barna í 5. - 7. bekk Kl. 18.30 - 19.30 mæta foreldrar / forsjáraðilar barna í 8. - 10. bekk
04.10.2024

Péturshlaup