Fréttir

19.01.2026

Samvinna og samkennd

Í Egilsstaðaskóla eru 2 umsjónardagar á skólaárinu en markmið þessara daga er að æfa samvinnu og styrkja hópa og þannig auka samkennd meðal barnanna. Í dag var seinni umsjónardagurinn og um allan skóla hafa verið unnin fjölbreytileg verkefni, m.a. úr kennsluefni frá Vöndu Sigurgeirsdóttur og KVAN. Verkefni sem gengu út á að byggja brýr, finna út styrkleika sína, hrósa sessunaut sínum, vera í slökun, leysa þrautir með Breakout, dansa og margt fleira. Einhverjir árgangar fóru á skauta og grilluðu pylsur þrátt fyrir að úti væri talsvert rigning. Það getur reynt á að koma sér saman um leiðir til að leysa þrautir og með slíkum verkefnum þjálfast krakkarnir í samvinnu. Það þarf að hlusta á félagana og komast að sameiginlegri niðurstöðu. Þess vegna er mikilvægt að þjálfa börnin í að takast saman á við áskoranir því þannig eflast þau, öðlast betri skilning á sjálfum sér og félögunum og kynnast nýjum hliðum á bekkjarfélögum sínum.
15.01.2026

Val á elsta stigi

Þessa dagana velja nemendur námskeið fyrir valtímabil 3. Val fyrir nemendur í 8. - 10. bekk er kennt tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum, 2 kennslustundir í senn. Boðið er upp á ýmis konar námskeið, að hluta til í list-og verkgreinum en einnig íþróttatengt s.s. æfingar fyrir Skólahreysti. Auk þess má finna námskeið þar sem áherslan er á golf og pílu og á næsta tímabili verður boðin námsaðstoð í stærðfræði og öðrum greinum sem krakkarnir vilja fá aðstoð í. Valbæklingur fyrir 3ja tímabil er aðgengilegur undir flipanum Nám og kennsla - Val í 8. - 10. bekk.
02.01.2026

Gleðilegt nýtt ár

Stjórnendur og starfsfólk Egilsstaðaskóla óskar nemendum, foreldrum og forsjáraðilum þeirra og velunnurum skólans gleðilegs nýs árs með kærri þökk fyrir liðið ár. Kennsla hefst skv. stundaskrá mánudaginn 5. janúar.