100 daga hátíðin

Það voru stolt börn í 1. bekk sem fögnuðu því að þau eru búin að vera 100 daga í grunnskóla. Krakkarnir voru með kórónur í tilefni dagsins og skrifuðu á hjörtu hvað þeim þætti gott eða gaman. Skólastjórinn ávarpaði hópinn, allir fengu íspinna og svo var bíó. Krakkarnir skoppuðu svo út í helgarfrí, ánægð með sig og tímamótin.