- Skólinn
- Frístund
- Fyrirspurnir
- Mötuneytið
- Skólareglur
- Starfsfólk
- Viðburðadagatal
- Skólanámskrá
- Skipurit
- Mat á skólastarfi
- Skólaráð Egilsstaðskóla
- Skólasöngur
- Skólaakstur
- Nám & kennsla
- Foreldrar
- Nemendur
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Heimili og skóli
Starfsfólk, sem starfar með 5.-7.bekk, tók höndum saman og skipulagði dagskrá á þemadögum. Viðfangsefnið var sjálfbærni og fyrr í vikunni var efnið rætt í hverjum árgangi. Nemendunum var blandað í 4 hópa sem fóru á milli fjögurra svæða. Í upphafi fóru allir úr að plokka og síðan hófst svæðavinna.
Á hverju svæði var ákveðið efni: 1) Rusl og sköpun: Unnið með listsköpun og nýsköpun úr nýtíndu rusli. 2) Endurnýting: Farið í Nytjamarkað og Fatabúð Rauða krossins, gámasvæðið og fatagám RK auk þess sem flokkunarkerfi voru skoðuð og hvernig breytingar eru að verða á ruslaflokkun. 3) Matur og uppruni; Fjallað um uppruna matvöru og síðan farið í kynnisferð í Nettó til að skoða hvaðan vörur koma. 4) Hreinsivirki og hringrás: Farið á eina hreinsistöð HEF út við Eyvindará. Kynning frá HEF og aðila frá Hreinsitækni um hvernig unnið er úr skólpinu og í hvaða ástandi það fer út í umhverfið aftur. Unnið verkefni í framhaldinu.
Endapunktur þemadaganna í 5. – 7.bekk var svo fyrirlestur frá Aðalsteini Þórhallssyni framkvæmdastjóri HEF Veitna um hreinsikerfin, sóun og ýmislegt fleira. Krakkarnir voru áhugasamir og virkir í vinnunni og gaman að sjá afrakstur verkefnavinnunnar þeirra.
Egilsstaðaskóli
Tjarnarlönd 11 | 700 Egilsstaðir Sími á skrifstofu: 470 0605 Netfang: egilsstadaskoli@mulathing.is |
Skrifstofa skólans er opin frá
kl. 08:00 - 16:00