- Skólinn
- Frístund
- Fyrirspurnir
- Mötuneytið
- Skólareglur
- Starfsfólk
- Viðburðadagatal
- Skólanámskrá
- Skipurit
- Mat á skólastarfi
- Skólaráð Egilsstaðskóla
- Skólasöngur
- Skólaakstur
- Nám & kennsla
- Foreldrar
- Nemendur
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Heimili og skóli
Þar sem fullveldisdaginn 1. desember bar upp á laugardag þetta árið var haldið upp á daginn föstudaginn 30.nóvember í Egilsstaðaskóla. Nokkrar hefðir eru tengdar deginum s.s. að nemendur og starfsmenn mæta í sínu fínasta pússi í skólann og dagskrá er á sal þar sem formaður nemendaráðs ávarpar nemendur í tilefni dagsins.Engin undantekning varð á þetta árið og hýddu nemendur spariklæddir á Hinrik Jónsson, formann nemendaráðs, flytja ávarp um 1.desember. Jafnframt fluttu þau Sigfús Guttormsson og Ruth Magnúsdóttir ávörp í tilefni dagsins. Þær systur Maria Anna og Joanna Natalia Szczelina léku á píanó verk eftir F. Chopin. Að síðustu steig kvennarokksveitin Dúkkulísur á svið og fluttu tvö lög fyrir nemendur. Það er gaman að segja frá því að margar liðskonur hljómsveitarinnar gengu í Egilsstaðaskóla og gaman er fyrir nemendur að vita af þeirri tengingu.
Egilsstaðaskóli
Tjarnarlönd 11 | 700 Egilsstaðir Sími á skrifstofu: 470 0605 Netfang: egilsstadaskoli@mulathing.is |
Skrifstofa skólans er opin frá
kl. 08:00 - 16:00