Á ferð með gullkorn

Á hverjum vetri hittast vinabekkir nokkrum sinnum og gera eitthvað notalegt saman. Krakkarnir í 4. og 9. bekk áttu vinastund þar sem þau skrifuðu gullkorn og settu í krukkur. Þau fóru svo með krukkurnar á vinnustaði í bænum þar sem þeim var afar vel tekið. Þetta var ánægjuleg samvera í jólaamstrinu.