Áhugasviðsverkefni í 5. bekk

Krakkarnir í 5. bekk buðu forráðafólki sínu á sýningu á áhugasviðsverkefnum sem þau hafa unnið að undanfarið. Verkefnin voru mjög fjölbreytt og gaman að sjá hvað krakkarnir höfðu lagt mikinn metnað í þau.
Sem dæmi um verkefni má nefna Grænland, nefapa, ísbirni, sveitina, fræga íþróttamenn, íþróttafélagið Hött og margt fleira. Meðfylgjandi eru myndir af hluta verkefnanna og krökkunum.