Annasamir dagar í skólanum

Það er margt í gangi í Egilsstaðaskóla þessa daga. Í morgun var generalprufa fyrir árshátíð 3. og 4. bekkjar sem er klukkan 17.00 í dag. Í fyrirlestrasal lásu 15 krakkar í 7. bekk fyrir bekkjarfélaga sína, foreldra og nemendur í 6. bekk á bekkjarhátíð Stóru upplestrarkeppninnar. Þrír dómarar völdu 5 nemendur til að vera fulltrúa Egilsstaðaskóla í Héraðshátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem er síðar í mánuðinum.Og seinni hópar 10. bekkjar tóku PISA könnun. Það er því í mörg horn að líta.