Árshátíð miðstigs og nemendastýrð viðtöl

Árshátíð miðstigs (5. - 7. bekkjar) hefur verið færð til fimmtudagsins 20. febrúar. Að þessu sinni verður sviðsett Sagan af bláa hnettinum, byggt á sögu Andra Snæs Magnasonar og hefst sýningin kl. 17.00.
Nemendastýrð viðtöl sem áttu að fara fram þ. 20. febrúar verða föstudaginn 21. febrúar. Foreldrar og forsjáraðilar fá sendan póst með upplýsingum um skráningu.