Barnaþing

Umboðsmaður barna stóð fyrir Barnaþingi föstudaginn 17. nóvember. Þetta er í þriðja sinn sem Barnaþing er haldið en það hefur verið haldið á tveggja ára fresti.
Um 150 börn á aldrinum 11 – 15 ára víðs vegar af landinu sótti þingið en þátttakendur eru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá.
Þrír nemendur í Egilsstaðaskóla sóttu þingið, einn úr 9. bekk og tveir úr 7. bekk.
Börnin ræddu ýmis mál en m.a. kom fram að börn telja brýnt að stjórnvöld hlusti meira á börn og að réttindi allra barna væru tryggð. Lagt var til að sálfræðiþjónusta væri til staðar í öllum skólum, kosningaaldur væri lækkaður niður í 16 ár, skólakerfið væri sniðið betur að þörfum allra og bið eftir greiningum væri stytt. Auk þess bentu börnin á að bæta þyrfti þjónustu fyrir flóttafólk, strætó væri ókeypis fyrir öll börn undir 18 ára og að öll kyn fengju sömu réttindi í íþróttum.
(Upplýsingar teknar af heimasíðu Umboðsmanns barna, www.umbodsmaður.is)