Breytt skólahald hjá 1.-6. bekk

Ágætu foreldrar.

Starfsfólk Egilsstaðskóla gerir sitt besta til þess að halda úti skólastarfi á þessum krefjandi tímum. Í ljósi stöðunnar og eftir að samráð við öryggisnefnd skólans og fræðsluyfirvöld hef ég ákveðið að takmarka skólastarf enn frekar en þegar hefur verið gert. Breytingin felst í því að fækka í námshópum og munu nemendur nú mæta í skólann annan hvern dag. Umsjónarkennarar senda foreldrum póst á eftir með hópaskiptingunni. Skólatími verður sá sami og verið hefur undanfarna daga. Þetta mun gilda um alla nemendur aðra en þá nemendur sem eiga foreldra í svokölluðum forgangshópi. Listi yfir störf í forgangshópi er á heimasíðu skólans. Þeir nemendur munu geta mætt í skólann á hverjum degi.

Ég bið foreldra sem hafa þörf fyrir að nýta forgangspláss að senda póst um það á umsjónarkennara sem fyrst.
Gert er ráð fyrir að Frístund muni áfram starfa fyrir forgangshóp. Komi til skerðingar á þeirri þjónustu verða viðkomandi upplýstir um það sérstaklega.


Breytingin tekur gildi á morgun, fimmtudag 26. mars. 

 
Nám nemenda í 7.-10.bekk verður með óbreyttu sniði.

Ég vil biðja forráðamenn að halda nemendum heima hafi þeir kvef eða flensueinkenni.

Ég vil enn hrósa nemendum, starfsmönnum og foreldrum mikla aðlögunarfærni í öllu þessu ferli.

Með kveðju,
Ruth