- Skólinn
- Frístund
- Fyrirspurnir
- Mötuneytið
- Skólareglur
- Starfsfólk
- Viðburðadagatal
- Skólanámskrá
- Skipurit
- Mat á skólastarfi
- Skólaráð Egilsstaðskóla
- Skólasöngur
- Skólaakstur
- Nám & kennsla
- Foreldrar
- Nemendur
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Heimili og skóli
Í skólanum eru ýmis verkefni í gangi þrátt fyrir að jólafríið nálgist óðfluga. Sum þeirra eru tengd jólunum en önnur alls ekki. Á meðan krakkarnir í 6. bekk gerðu sér jólaskraut og bökuðu piparkökur sýndu sjöundu-bekkingar verkefni sín í náttúrufræði. Í 4. bekk bjuggu krakkarnir til gluggaskraut og á unglingastigi var samkeppni um fallegustu jólahurðina. Allir unglingarnir fóru saman á skautasvellið og fengu heitt kakó og piparkökur. Í dag komu margir með jólahúfur í skólann og það er hátíðarmatur í hádegismatinn. Jólakötturinn læðist upp um veggi og það eru lesnar jólabækur. Það er semsagt jólalegt yfir öllu eins og vera ber á þessum tíma.
Egilsstaðaskóli
Tjarnarlönd 11 | 700 Egilsstaðir Sími á skrifstofu: 470 0605 Netfang: egilsstadaskoli@mulathing.is |
Skrifstofa skólans er opin frá
kl. 08:00 - 16:00