Dagar í desember

Í skólanum eru ýmis verkefni í gangi þrátt fyrir að jólafríið nálgist óðfluga. Sum þeirra eru tengd jólunum en önnur alls ekki. Á meðan krakkarnir í 6. bekk gerðu sér jólaskraut og bökuðu piparkökur sýndu sjöundu-bekkingar verkefni sín í náttúrufræði. Í 4. bekk bjuggu krakkarnir til gluggaskraut og á unglingastigi var samkeppni um fallegustu jólahurðina. Allir unglingarnir fóru saman á skautasvellið og fengu heitt kakó og piparkökur. Í dag komu margir með jólahúfur í skólann og það er hátíðarmatur í hádegismatinn. Jólakötturinn læðist upp um veggi og það eru lesnar jólabækur. Það er semsagt jólalegt yfir öllu eins og vera ber á þessum tíma.