- Skólinn
- Frístund
- Fyrirspurnir
- Mötuneytið
- Skólareglur
- Starfsfólk
- Viðburðadagatal
- Skólanámskrá
- Skipurit
- Mat á skólastarfi
- Skólaráð Egilsstaðskóla
- Skólasöngur
- Skólaakstur
- Nám & kennsla
- Foreldrar
- Nemendur
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Heimili og skóli
Árlega koma tveir danskir farkennarar til Íslands og starfa í grunn- og framhaldsskólum víða um land. Danska menntamálaráðuneytið er í samstarfi við íslensk menntayfirvöld og sveitarfélög um þetta verkefni, sem gengur út á að styðja við dönskukennslu og styrkja kennara í starfi. Í vetur hefur farkennari verið á Austurlandi, í Fjarðabyggð fyrir jól og í Múlaþingi eftir áramót. Vibeke Lund vann með dönskukennurum í Egilsstaðaskóla í 7 vikur, skipulagði og tók þátt í kennslu í 7.-10.bekk þann tíma og fundaði með kennurum.
Í dag komu fulltrúar frá danska menntamálaráðuneytinu í heimsókn í skólann ásamt Vibeke farkennara til að ræða við dönskukennarana m.a. um hvernig hægt er að styðja enn betur við dönskukennslu á Íslandi og ræða um farkennaraverkefnið. Með á fundinum var auk þess Helga Guðmundsdótir fyrrverandi fræðslustjóri Múlaþings sem líka kenndi dönsku um árabil. Við þökkum Vibeke Lund kærlega fyrir gott og gefandi samstarf.
Egilsstaðaskóli
Tjarnarlönd 11 | 700 Egilsstaðir Sími á skrifstofu: 470 0605 Netfang: egilsstadaskoli@mulathing.is |
Skrifstofa skólans er opin frá
kl. 08:00 - 16:00