Egilsstaðaskóli settur í 77. sinn

Í dag var Egilsstaðaskóli settur í 77. sinn. Viðar Jónsson, sem nýverið tók við stöðu skólastjóra, ávarpaði nemendur og forráðamenn þeirra. Hann greindi frá því að í haust hefja um 430 nemendur nám í skólanum og starfsfólk er um 100. Unnið er að þremur þróunarverkefnum í skólanum; leiðsagnarnámi, Uppeldi til ábyrgðar og frá þessu hausti hefst innleiðing verkefnisins Heillaspora en það verður nánar kynnt fyrir forráðamönnum á næstu vikum.
Skólastarfið hefst svo að fullu á morgun, föstudag. Nú er boðið upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir en forráðamenn eru beðnir um að skrá börn sín í ávaxtaáskrift.