BEBRAS í 10. bekk

Nemendur í 10. bekk tóku þátt í BEBRAS áskoruninni í byrjun nóvember. Um er að ræða alþjóðlegt verkefni sem hvetur börn til að nota hugsunarhátt forritunar við að leysa krefjandi verkefni. Þessi áskorun kannar rökhugsun og tölvufærni með því að láta þátttakendur leysa skemmtileg verkefni. Bebras áskorunin er ein fjölmennasta áskorun sem notuð er til kennslu í upplýsingatækni og í ár tóku 35 skólar á Íslandi þátt. Okkar fólki gekk prýðilega í áskoruninni og gaman fyrir þau að takast á við verkefni af þessu tagi.
Upplýsingar um BEBRAS er að finna á vefsíðunni bebras.is