- Skólinn
- Frístund
- Fyrirspurnir
- Mötuneytið
- Skólareglur
- Starfsfólk
- Viðburðadagatal
- Skólanámskrá
- Skipurit
- Mat á skólastarfi
- Skólaráð Egilsstaðskóla
- Skólasöngur
- Skólaakstur
- Nám & kennsla
- Foreldrar
- Nemendur
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Heimili og skóli
Menntun í list- og verkgreinum felst í því að nemendur vinna verklega og skapandi vinnu þar sem reynir á huga, hjarta og hönd. Námið felur í sér kerfisbundna þjálfun í hverri námsgrein fyrir sig þar sem reynir á ólíka þætti í mismiklum mæli eftir eðli verkefna.
Nemendur í 2. bekk fara í tvær lotur í textílmennt á hverju skólaári, ein á haustönn og ein á vorönn. Haldið er áfram að byggja ofan á þekkingu sem nemendur hafa og þeir fá að kynnast saumavélinni í einföldum vélsaumsverkefnum. Lögð er áhersla á að nemendur beri virðingu fyrir tækjum og efnivið sem verið er að nota og temji sér góða umgengni.
Um helmingur bekkjarins hefur nú lokið textílmennt á þessari önn. Þau stigu sín fyrstu skref í vinnu á saumavél og áhuginn á því töfra tæki mikill. Þessir kátu krakkar eru búin að sauma sér þessar fínu húfur úr flísefni sem hafa komið sér sérstaklega vel í kuldanum upp á síðkastið.
Eins og sjá má eru menn ánægðir með útkomuna.
Egilsstaðaskóli
Tjarnarlönd 11 | 700 Egilsstaðir Sími á skrifstofu: 470 0605 Netfang: egilsstadaskoli@mulathing.is |
Skrifstofa skólans er opin frá
kl. 08:00 - 16:00