Fimmti bekkur heimsækir Fljótsdalinn

Á hverju vori fer 5. bekkur Fljótsdalshringinn og kynnir sér starfsemi stofnana í Fljótsdal.  Á ferð sinni um dalinn í vikunni skoðuðu krakkarnir Fljótsdalsstöð og fengu fræðslu um Fljótsdalsvirkjun. Þau fóru inn í fjallið og skoðuðu stöðvarhúsið.  Á Skriðuklaustri skoðuðu þau húsið og fengu að prófa sýndarveruleika. Í Snæfellsstofu var starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs kynnt fyrir krökkunum og þau skoðuðu sýningu sem er í gestastofunni. Það var vel tekið á móti krökkunum og starfsfólki skólans á öllum stöðum og við þökkum kærlega fyrir okkur.