- Skólinn
- Frístund
- Fyrirspurnir
- Mötuneytið
- Skólareglur
- Starfsfólk
- Viðburðadagatal
- Skólanámskrá
- Skipurit
- Mat á skólastarfi
- Skólaráð Egilsstaðskóla
- Skólasöngur
- Skólaakstur
- Nám & kennsla
- Foreldrar
- Nemendur
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Heimili og skóli
Nemendur og starfsfólk Egilsstaðaskóla brugðu sér í betri klæðin í dag og fögnuðu fullveldinu saman með dagskrá sem var send út af hátíðarsviði Egilsstaðaskóla. Líkt og árið 1918, þegar Íslendingar fengu fullveldi 1. desember, geisar nú heimsfaraldur. Að því leyti verður þessi dagur minnistæður þeim sem tóku þátt þar sem samkomutakmarkanir komu í veg fyrir hefðbundin hátíðahöld en þó var hægt að gera sér dagamun með því að nýta tæknina.
Ruth Magnúsdóttir skólastjóri notaði tækifærið og þakkaði nemendum og starfsfólki fyrir samvinnuna og samstarfið undanfarnar vikur. Jákvæðni og seigla nemenda og starfsfólks hafa skilað því að breytingar og takmarkanir hafa gengið mjög vel fyrir sig í skólanum. Nemendur nýta takmarkaðan tíma vel til náms og það hefur tekist að halda úti fullum skóladegi hjá yngstu nemendunum. Það er tvímælalaust styrkleiki skólans að starfsfólk skólans, stórt og smátt, velja að vera öll í saman í liði við að takast á við aðstæðurnar.
Valþór Gauti Þórhallsson, formaður Nemendaráðs ávarpaði samkomuna. Hann fór yfir söguna, hvernig þakka mætti Jóni Sigurðssyni og fleirum að Ísland náði að losa sig undan stjórn Danmerkur. Valþór talaði einnig um hvernig spænsku veikinni svipaði til Covid 19. Hann tók sem dæmi að þá hafi þjóðin komist saman í gegnum erfiðleika og hann sagðist sannfærður um að það sama mundi gerast núna. Að lokum hvatti Valþór samnemendur sína áfram með orðunum:
,,Þannig, kæru nemendur Egilsstaðaskóla. Standið upp og berjist í gegnum
erfiðu tímana og lærið af mistökum ykkar. Því þá verðið þið sterkari og sterkari“.
Næst var upplestur nemenda 8. bekkjar. Það voru 5 nemendur sem lásu til úrslita í Stóru Upplestrarkeppninni í fyrra sem lásu söguna Drengurinn sem hrópaði: ,, Úlfur!“. Sagan er ein af dæmisögum Esóps í þýðingu Steingríms Steinþórssonar. Bjartur Blær, Bóel Birna, Guðlaug Björk, Guðný Edda og Margrét S. lásu.
Að lokum voru sungin þrjú íslensk lög sem nemendur höfðu æft fyrirfram en það voru kennara Tónlistarskólans á Egilsstöðum sem sáu um undirleik og forsöng. Þau bættu einu jólalagi þar sem aðventan er nýgengin í garð. Þannig ómaði söngurinn um ganga skólans í dag, öllum til ánægju og upplyftingar á þessum sérkennilegu tímum.
Skólastjórnendur þakka nemendum og starfsfólki fyrir þessa fallegu stund. Sérstakar þakkir fá þeir sem komu að undirbúningi og flutningi dagskrár.
Egilsstaðaskóli
Tjarnarlönd 11 | 700 Egilsstaðir Sími á skrifstofu: 470 0605 Netfang: egilsstadaskoli@mulathing.is |
Skrifstofa skólans er opin frá
kl. 08:00 - 16:00