- Skólinn
- Frístund
- Fyrirspurnir
- Mötuneytið
- Skólareglur
- Starfsfólk
- Viðburðadagatal
- Skólanámskrá
- Skipurit
- Mat á skólastarfi
- Skólaráð Egilsstaðskóla
- Skólasöngur
- Skólaakstur
- Nám & kennsla
- Foreldrar
- Nemendur
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Heimili og skóli
Löng hefð er fyrir því að fullveldinu er fagnað í Egilsstaðaskóla þann 1.desember. Nemendur mættu í sal skólans og hlýddu á ávarp skólastjóra og formanns Nemendaráðs. Auk þess var upplestur en nemendur, sem báru sigur úr býtum í Stóru upplestrarkeppninni síðastliðinn vetur, lásu textabrot og ljóð. Kennarar og nemendur Tónlistarskólans á Egilsstöðum spiluðu undir söng en allir sungu saman í tilefni af Degi tónlistar. Það er alltaf hátíðlegt að koma saman og fagna þessum áfanga í sögu landsins enda eru nemendur og starfsfólk hvattir til að mæta í betri fötunum sem setur virðulegan brag á skólastarfið.
Egilsstaðaskóli
Tjarnarlönd 11 | 700 Egilsstaðir Sími á skrifstofu: 470 0605 Netfang: egilsstadaskoli@mulathing.is |
Skrifstofa skólans er opin frá
kl. 08:00 - 16:00