- Skólinn
- Frístund
- Fyrirspurnir
- Mötuneytið
- Skólareglur
- Starfsfólk
- Viðburðadagatal
- Skólanámskrá
- Skipurit
- Mat á skólastarfi
- Skólaráð Egilsstaðskóla
- Skólasöngur
- Skólaakstur
- Nám & kennsla
- Foreldrar
- Nemendur
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Heimili og skóli
Þriðjudaginn 31. ágúst var árlegur göngudagur Egilsstaðaskóla. Þessi skemmtilega hefð hefur verið við lýði í skólanum í áraraðir og hefur þróast og orðið betri með hverju árinu.
Að þessu sinni lék veðrið við nemendur og starfsmenn sem gefur alltaf betri möguleika á því að hægt sé að njóta göngunnar, náttúrunnar og félagsskaparins.
Göngudagurinn er skipulagður með þeim hætti að þeir sem eru á yngsta stigi fara í styttri göngur eins og í Sigfúsarlund, að Klofasteini og í Egilsstaðavík. Á miðstigi verða göngurnar meira krefjandi eins og ganga á Hrafnafell, á Rauðshaug, að Fardagafossi og í Valtýshelli. Á unglingastigi verða göngurnar enn lengri eins og inn að Snæfelli og í Stapavík en 10. bekkur lýkur sínum gönguferli í skólanum með göngu í Stórurð.
Fyrrum nemendur skólans nefna oft göngudaginn þegar þeir horfa til baka og minnast skólans. Á göngudaginn myndast oft sterk vinabönd, þar eru oft betri tækifæri til að mynda tengsl og kynnast á öðrum forsendum heldur en í hefðbundnu skólastarfi inni í skólanum. Þar kynnast menn einnig fagurri náttúru og umgengni við hana. Ekki má gleyma þeirri áskorun sem krefjandi göngur geta verið fyrir marga og kannski við hæfi að leyfa síðasta erindi af skólasöngnum okkar að fylgja með því óhætt er að segja að hann eigi vel við um göngudaginn á sama tíma og skólagönguna í heild sinni.
,,Þegar hæsta tindi er náð þá horfum við til baka
Hissa á því hve rösklega við gengum þessi spor
Því af góðu minningunum mörgu, er að taka
Mikilsvert er þó að allir efldu kjark og þor.
Með kjark og þor – kemur vor
Kankvís tökum næsta gæfuspor.“
Egilsstaðaskóli
Tjarnarlönd 11 | 700 Egilsstaðir Sími á skrifstofu: 470 0605 Netfang: egilsstadaskoli@mulathing.is |
Skrifstofa skólans er opin frá
kl. 08:00 - 16:00