Göngudagurinn

Göngudagur Egilsstaðaskóla var í gær. Tókst hann vel þó aðeins hafi rignt og jafnvel snjóað á suma göngugarpa. Margar skemmtilegar hefðir hafa skapast í gegnum árin á sumum gönguleiðunum. Til dæmis ganga nemendur í 2. bekk upp að Klofasteini fyrir ofan Miðhús þar finna þau stundum box með köku og miða frá álfkonunni sem býr í Klofasteini. Á miðanum sendur að nemendur megi fá sér bita af kökunni ef þeir ganga vel um náttúruna í kringum steininn og klifir ekki upp á húsinu hennar.