- Skólinn
- Frístund
- Fyrirspurnir
- Mötuneytið
- Skólareglur
- Starfsfólk
- Viðburðadagatal
- Skólanámskrá
- Skipurit
- Mat á skólastarfi
- Skólaráð Egilsstaðskóla
- Skólasöngur
- Skólaakstur
- Nám & kennsla
- Foreldrar
- Nemendur
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Heimili og skóli
Í vor mun Harpa Höskuldsdóttir láta af störfum við skólann eftir 40 ára starf. Það eru tímamót bæði fyrir Hörpu og skólann sem fylgst hafa að svo lengi. Harpa hóf störf sem umsjónarkennari við skólann en lærði síðan sérkennslufræði og hefur bæði starfað við sérkennslu og nú um langa hríð sem deildarstjóri sérkennslu. Harpa var legni deildarstjóri á yngsta stigi m.a. þegar kennsla yngstu nemenda fór fram í Barnaskólanum á Eiðum. Hún var jafnframt deildarstjóri á Hallormsstað, þann tíma sem Hallormsstaðaskóli starfaði sem deild úr Egilsstaðskóla.
Harpa hefur verið í faglegri forystu í skólanum varðandi sérkennslu, skóla án aðgreiningar og þjónustu við nemendum með sérþarfir. Hún fylgist náið með faglegri umræðu og beitir sér fyrir því að skólinn innleiði nýjar leiðir við að virkja og styðja nemendur. Við eigum eftir að sakna hennar og hennar traustu fagþekkingar í Egilsstaðskóla, en í huga okkar er fyrst og fremst þakklæti til Hörpu fyrir það örlæti og alúð sem hún hefur sýnt í starfi sínu og að skólasamfélagið hefur fengið að njóta starfskrafta hennar.
Samstarfsfólk í Egilsstaðskóla þakkar Hörpu hjartanlega fyrir hennar framlag til skólastarfsins og við óskum henni og fjölskyldu hennar heilsu og hamingju í framtíðinni.
Egilsstaðaskóli
Tjarnarlönd 11 | 700 Egilsstaðir Sími á skrifstofu: 470 0605 Netfang: egilsstadaskoli@mulathing.is |
Skrifstofa skólans er opin frá
kl. 08:00 - 16:00