- Skólinn
- Frístund
- Fyrirspurnir
- Mötuneytið
- Skólareglur
- Starfsfólk
- Viðburðadagatal
- Skólanámskrá
- Skipurit
- Mat á skólastarfi
- Skólaráð Egilsstaðskóla
- Skólasöngur
- Skólaakstur
- Nám & kennsla
- Foreldrar
- Nemendur
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Heimili og skóli
Í vikunni hafa margir árgangar fengið fræðslu, kynningar eða farið á viðburði utan skólans.
Vikan hófst á því að fræðarar frá Samtökunum 78 hittu 3 árganga með fræðslu um hinsegin málefni.
Krakkar í 5. - 7. bekk löbbuðu í Sláturhúsið og sáu þar og hlustuðu á DJ (plötusnúður) sem kennir sig við flugvélar og geimskip.
Í gær og dag hittu Skúli B. Geirdal frá Fjölmiðlanefnd og Steinunn Birna Magnúsdóttir frá Persónuvernd nemendur í 4. - 7. bekk og fræddu þau um ýmislegt í tengslum við netöryggi og notkun samfélagsmiðla. Ástæða er til að benda foreldrum og forráðamönnum á síðu Fjölmiðlanefndar sem fjallar um miðlalæsi, www.midlalaesi.is
Þar er m.a. að finna niðurstöður rannsóknar sem var lögð fyrir grunn- og framhaldsskólanema vorið 2021. Sambærileg könnun var lögð fyrir nemendur í 4. - 10. bekk í Egilsstaðaskóla fyrir nokkru og verða niðurstöðurnar kynntar þegar þær liggja fyrir. Hægt er að hlusta á erindið á þessari slóð: https://midlalaesi.is/samtal-um-midlanotkun/ en á síðunni er að finna ýmsar upplýsingar um netnotkun barna og unglinga.
Við fengum svo góðan gest í heimsókn í 6. bekk í dag. Eyjólfur Eyjólfsson söngvari og langspilsleikari kynnti langspil fyrir krökkunum og allir sem vildu fengu að spreyta sig á að spila á langspil. Meðfylgjandi eru myndir af langspilskynningunni og úr Sláturhúsinu, af DJ flugvélar og geimskip.
Egilsstaðaskóli
Tjarnarlönd 11 | 700 Egilsstaðir Sími á skrifstofu: 470 0605 Netfang: egilsstadaskoli@mulathing.is |
Skrifstofa skólans er opin frá
kl. 08:00 - 16:00