- Skólinn
- Frístund
- Fyrirspurnir
- Mötuneytið
- Skólareglur
- Starfsfólk
- Viðburðadagatal
- Skólanámskrá
- Skipurit
- Mat á skólastarfi
- Skólaráð Egilsstaðskóla
- Skólasöngur
- Skólaakstur
- Nám & kennsla
- Foreldrar
- Nemendur
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Heimili og skóli
Hefð er orðin fyrir því hér í skólanum að nemendur 4. bekkjar vinni að samþættu landnámsverkefni í samstarfi umsjónar- og verkgreinakennara. Þessi vinna hefur staðið yfir meira og minna frá áramótum. Í vikunni var svo sýning og kynning á verkefninu sem foreldrar nemenda í fjórða bekk fengu að njóta.
Umsjónarkennarar sinntu öllu sem snéri að bóklega þættinum, börnin fræddust um landmótun frá grunni, horfðu á mynd um eldgosið í Surtsey og landnám plantna og dýra þar. Mikið var rætt um landmótun og hvaða dýr hafa numið land á og við Ísland – hver eru innlend og hver innflutt. Svo var lesið um landnám Íslands, hvaða ástæður lágu að baki brottflutningi fólks og hvers vegna menn ákváðu að setjast að á Íslandi. Nemendur kynntu sér víkingaskip og gerðu líkön, unnu með nokkra landnámsmenn, kynntu sér húsakost landnámsmanna. Stórt Íslandskort var málað. Allir bjuggu til sinn landnámsmann sem fékk svo pláss í víkingaskipunum sem gerð voru.
Einnig voru gamlir þjóðhættir kynntir og til dæmis farið í verklag fyrri tíma, gamla tímatalið, gamla leiki, siði og hefðir.
Í verkgreinum bjuggu nemendur til viskuskrín, bjuggu til bók með ýmiskonar viskukornum, fræddust um galdra og galdrastafi, bjuggu til galdrastein, skoðuðu rúnaletur og æfðu sig að skrifa það. Viskuskrínin eru lítil box unnin úr viði og skreytt með höfuðstaf á leðurbút sem nemendur teiknuðu og skreyttu eftir eigin höfði. Í skrínin fóru síðan ýmsir hlutir sem tengdust fræðslunni. Í myndmennt bjuggu nemendur einnig til víkingaskip úr leir. Í heimilisfræði fengu nemendur fræðslu um matargerð og geymslu matvæla fyrr á öldum. Smökkuðu á þorramat og mysudrykk. Lærðu að steikja parta og laufabrauð sem og lummur. Á sýningunni var boðið upp á parta með smjöri og eplasafa.
Egilsstaðaskóli
Tjarnarlönd 11 | 700 Egilsstaðir Sími á skrifstofu: 470 0605 Netfang: egilsstadaskoli@mulathing.is |
Skrifstofa skólans er opin frá
kl. 08:00 - 16:00