- Skólinn
- Frístund
- Fyrirspurnir
- Mötuneytið
- Skólareglur
- Starfsfólk
- Viðburðadagatal
- Skólanámskrá
- Skipurit
- Mat á skólastarfi
- Skólaráð Egilsstaðskóla
- Skólasöngur
- Skólaakstur
- Nám & kennsla
- Foreldrar
- Nemendur
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Heimili og skóli
Héraðshátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Egilsstaðaskóla miðvikudaginn 13. mars sl. Tíu nemendur í sjöunda bekk, úr fimm skólum á Austurlandi – norðursvæði, höfðu unnið sér inn þátttökurétt á hátíðinni sem var haldin með mikilli viðhöfn. Keppnin fór af stað í 23. sinn á Degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember síðastliðinn og hafa nemendur lagt sérstaka rækt við upplestur og framsögn í aðdraganda keppninnar.
Nemendur komu því vel undirbúnir og lögðu mikinn metnað í flutning sinn sem gerði dómurum keppninnar erfitt fyrir að velja þrjá nemendur sem þóttu skara framúr.
Það er ánægjulegt að segja frá því að nemendur Egilsstaðaskóla hlutu fyrstu þrjú sæti keppninnar. Í fyrsta sæti var Björg Gunnlaugsdóttir, í öðru sæti var Áslaug María Þórðardóttir og í þriðja sæti var Eyþór Magnússon.
Egilsstaðaskóli
Tjarnarlönd 11 | 700 Egilsstaðir Sími á skrifstofu: 470 0605 Netfang: egilsstadaskoli@mulathing.is |
Skrifstofa skólans er opin frá
kl. 08:00 - 16:00