High School Musical - árshátíð elsta stigs

Stór hluti nemenda á elsta stigi hefur undanfarnar vikur undirbúið árshátíð sína, sem að þessu sinni er uppsetning á söngleiknum High School Musical.

Það er að ýmsu að huga við uppsetningu sem þessa; gerð leikmyndar, samsetningu gerva, æfingar á söng og dönsum auk æfinga á leikritinu sjálfu. Nemendur sjá um að stýra ljósi og hljóði á sýningunum, með aðstoð kennara.
Að ósk krakkanna sjálfra verða tvær sýningar og þær eru miðvikudaginn 13. nóvember og fimmtudaginn 14. nóvember, báðar klukkan 19.30. Það er enginn aðgangseyrir að árshátíðum Egilsstaðaskóla en tekið við frjálsum framlögum sem fara í leiklistarsjóð skólans til kaupa á búnaði.