Hnoðri úr norðri

Við fengum heimsókn af sviðslistahópnum Hnoðra í norðri í síðustu viku. Hópurinn flutti jólasöngleik, sem kallast Ævintýri á aðventu, fyrir nemendur í 1. - 4. bekk. Í verkinu koma fyrir nokkrar jólalegar persónur, sem eru reynda misgeðfelldar. Meðal þeirra eru Grýla, Jólakötturinn og systurnar Solla (á bláum kjól) og Gunna (á nýju skónum). Hnoðri í norðri er skipaður þremur tónlistarmönnum; Jónu, Jóni Þorsteini og Erlu Dóru en sú síðastnefnda var nemandi í Egilsstaðaskóla á árum áður.
Krakkarnir höfðu gaman af sýningunni og tóku vel undir sönginn þegar þess var óskað.