Jólaskemmtanir og jólafrí

Nemendur í 1. - 6. bekk mættu á jólaskemmtun í morgun. Í upphafi fluttu 6.bekkingar jólasveinavísur eftir Jóhannes úr Kötlum og sungu eitt hresst jólalag.

Allir fóru svo í heimastofur og áttu notalega jólastund. Allir komu svo saman og dönsuðu í kringum jólatréð. Kennaraband Tónlistarskólans á Egilsstöðum sá um undirleik og forsöng. Jólasveinar litu við og dönsuðu nokkra hringi en þar sem mikið annríki er hjá þeim þessa dagana stoppuðu þeir stutt við.
Allir nemendur eru nú komnir í kærkomið jólafrí fram til 6. janúar á nýju ári. Skrifstofa skólans er lokuð til 3. janúar en þá hittast kennarar og annað starfsfólk næst.
Starfsfólk Egilsstaðaskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og þakkar samstarfið á árinu.