Jólastund Foreldrafélags Egilsstaðaskóla

Foreldrafélag skólans býður börnum, foreldrum og forsjáraðilum til samverustundar í skólanum í dag, fimmtudaginn 28. nóvember, milli klukkan 17.00 og 19.00. Boðið verður upp á mismundandi föndursmiðjur þar sem fjölskyldur geta átt notalega stund í aðdraganda aðventunnar. Smiðjurnar verða í stofum 6. og 7. bekkjar og í heimilisfræðistofu.

Nemendur í Tónlistarskólanum á Egilsstöðum verða með tónlistarflutning og nemendur í 9. bekk verða með kaffisölu í matsal. 
Bjóðum ykkur öll velkomin!