Lagarfljótsormurinn kominn út í 51.sinn


Lagarfljótsormurinn verður til sölu í skólanum og geta áhugasamari kaupendur pantað eintak með því að senda póst á egilsstadaskoli@mulathing.is ásamt því að greiða blaðið með millifærslu á eftirfarandi reikning: Nemendafélag Egilsstaðaskóla kt. 7003160170  reikningsnúmer 0305-26-3436. Verð á blaðinu er 1.500 kr. Í tölvupóstinum þarf að koma fram hvernig koma á blaðinu til kaupanda. Er um tvennt að velja í því sambandi. Annars vegar að ef kaupandi á barn í skólanum, að viðkomandi barn hafi blaðið með sér heim. Hinsvegar að senda með heimilisfang og munu þá nemendur í 10.bekk sjá um að bera út blaðið. Ekki verður gengið í hús þetta árið vegna aðstæðna í samfélaginu.

Eins og áður er efni í blaðinu fjölbreytt og við hæfi lesenda á öllum aldri. Þar fer saman fræðsla um skólastarfið og skemmtun. Allur ágóði af sölu skólablaðsins fer í ferðastjóð 10.bekkjar, en þau hyggja á ferð í Skagafjörð á komandi vori.

Forsíðumynd Lagarfljótsormsins er verk Írisar Óskar Ívarsdóttur, nemanda í 9.bekk.