- Skólinn
- Frístund
- Fyrirspurnir
- Mötuneytið
- Skólareglur
- Starfsfólk
- Viðburðadagatal
- Skólanámskrá
- Skipurit
- Mat á skólastarfi
- Skólaráð Egilsstaðskóla
- Skólasöngur
- Skólaakstur
- Nám & kennsla
- Foreldrar
- Nemendur
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Heimili og skóli
Krakkarnir í 4. bekk hafa verið að læra um landnámið á Íslandi undanfarnar vikur. Hvert og eitt valdi sér landnámsmann og öfluðu upplýsinga um hann. Þau gerðu kort af Íslandi og gerðu knörr fyrir hvern landnámsmann sem þau staðsettu á þeim stöðum þar sem þeir námu land.
Bekkurinn fékk Baldur Pálsson í heimsókn en hann er Austurlandsgoði og sagði krökkunum frá landnáminu og heiðnum sið. Þau voru mjög spennt að fá goða í heimsókn og eitt barnanna spurði kennarann hvar hann hefði fundið landnámsmann.
Í lokin kynntu krakkarnir landnámsmennina sína hvert fyrir öðru.
Egilsstaðaskóli
Tjarnarlönd 11 | 700 Egilsstaðir Sími á skrifstofu: 470 0605 Netfang: egilsstadaskoli@mulathing.is |
Skrifstofa skólans er opin frá
kl. 08:00 - 16:00