- Skólinn
- Frístund
- Fyrirspurnir
- Mötuneytið
- Skólareglur
- Starfsfólk
- Viðburðadagatal
- Skólanámskrá
- Skipurit
- Mat á skólastarfi
- Skólaráð Egilsstaðskóla
- Skólasöngur
- Skólaakstur
- Nám & kennsla
- Foreldrar
- Nemendur
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Heimili og skóli
Í vetur hafa kennarar í Egilsstaðaskóla ásamt kennurum í öðrum grunnskólum Múlaþings tekið þátt í þróunarstarfi við að innleiða og styrkja leiðsagnarnám í sessi í skólastarfinu. Um er að ræða þriggja ára þróunarverkefni í samstarfi við Háskólann á Akureyri, sem byggir á reglulegum námskeiðum við upphaf anna og vinnu innan skólans þess á milli. Leiðsagnarnámið rímar vel við þróunarstarf sem verið hefur innan skólans undanfarin tvö ár undir yfirskriftinni “Vitund um velferð” og byggir á hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði og beinist að því að auka velsæld, efla bjartsýni og trú á eigin getu. Bæði verkefnin leggja áherslu á að nemendur læri um heilastarfsemina með tilllit til þess hvað gerist þegar við lærum nýja hluti. Jafnframt er unnið með hugarfarið og það að mistök eru eðlilegur og mikilvægur hluti af því að læra.
Í haust hafa kennarar unnið með áhugahvöt, hugarfar og námsmenningu. Auk þess að ígrunda leiðir til að efla samskipti og samvinnu og tileinka sér árangursríkar námsvenjur.
Leiðsagnarnám hefur verið mikið í umræðunni undanfarin ár og m.a. innleitt í skóla Reykjavíkurborgar. Það er einstaklega skemmtilegt að fá að taka þátt í þessu verkefni í samvinnu við aðra grunnskóla í Múlaþingi.
Í bók Nönnu Christiansen (2021) um leiðsagnarnám er stutt lýsing á leiðsagnarnámi byggt á hugmyndum Shriley Clark (2018) og leyfi ég þessum punktum að fljóta með hér.
Egilsstaðaskóli
Tjarnarlönd 11 | 700 Egilsstaðir Sími á skrifstofu: 470 0605 Netfang: egilsstadaskoli@mulathing.is |
Skrifstofa skólans er opin frá
kl. 08:00 - 16:00