Leikið í skóginum

Nemendur í 9. bekk voru í Náttúruskólanum á dögunum. Krakkarnir voru á Hallormsstað og áttu stórskemmtilega daga þar sem unnið var með að höggva eldivið og kveikja eld frá grunni, súrra skýli, læra á áttavita og kynnast óbyggðaskyndihjálp, læra smá línuvinnu og byggja DaVinci brýr. Auk þess voru matreiddar kræsingar yfir opnum eldi sem allir gæddu sér á.
Þetta er góð og gagnleg tilbreyting frá hefðbundnu skólastarfi sem krakkarnir og kennararnir kunna mjög vel að meta.